12.12.2010 23:43

Vorblíða í myrkrinu, og frjósemisguðinn blótaður ákaft.

 Já. það er ekki hægt að kvarta yfir tíðinni en þegar er mismunandi mikið lágskýjað þá birtir aldrei allan daginn.

 Reyndar verður dálítið sóðalegt um, þegar rignir á þessum árstíma á frosna jörðina og hvolparnir sem eru að ólátast úti eins mikið og hægt er verða dálítið svona, lítið snyrtilegir í útliti.


 Langamman hefur nú ekkert gaman að því að passa þessa ólátabelgi.

 Þeim fækkar að vísu ört þessa dagana og ég er farinn að hálfsjá eftir þeim, því þessi aldur, tveggja mánaða er alveg meiriháttar skemmtilegur og þetta eru allt algjörir grallarar.

 En það eru kannski? bara svona  9 vikur í næsta got. Ef það gengur upp kemur aftur betri tíð með blóm í haga eins og alltaf.

 Nú er það spariræktunartíkin sem fær tækifæri að spreyta sig í kynbótunum.

 Og rollusæðingarnar eru á fullu þessa dagana og aldrei þessu vant eru að ganga 8 - 10 ær á dag sem er mjög fint fyrir svona örbændur eins og okkur.


 Já, já, þeirra tími kemur fyrr en varir.

 Kýrnar fara svo ekki varhluta af frjótæknunum sem eru nánast að koma daglega í fjósið nú um stundir.

 Já, bara nokkuð líflegt í sveitinni í svartasta skammdeginu.emoticon
Flettingar í dag: 2086
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433014
Samtals gestir: 39929
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 11:23:30
clockhere