14.11.2010 09:11

Hvorki leti né drykkjuskapur

 Það er alltaf jafn vont þegar veturinn byjar með látum.

 Undanfarin ár hefur hann byrjað bæði seint og illa og þó maður sé ekki skælandi yfir tíðinni síðustu dagana  er mikið væluhljóð í gangi, því allir vilja halda því sem þeir hafa haft.


Nei, nei ástandið er alls ekki svona slæmt enda sá veðurhæðin til þess að allur snjór kom sér milliliðalaust til sjávar.

 Og eins og fyrri daginn er ýmsu ólokið sem á að vera frá, þegar vetrarríkið tekur yfir.

Þó Dalsmynnisbændur hafi nú hvorki legið í leti eða drykkjuskap á hausttíðinni er eftir að koma haughúsarými staðarins í æskilega birgðastöðu fyrir veturinn og kippa reyfum af fullorðna fénu sem er ýmist úti eða inni eftir éljaspám.

 Ef tekst að koma þessum hlutum í lag í vikunni eins og að er stefnt verður kannski eitthvað endurskoðað með letilegurnar og drykkjuskapinn??



 Þá en fyrr ekki, væri í lagi að fá svo einu sinni snjósleðasnjó sem ekki hefur verið í boði síðustu a.m.k. 3 árin.



 Það er orðið of langt síðan ég hef rennt uppað þessari hlið Hestsins og hollt að rifja upp þegar við lentum í fárviðrinu þarna uppi og urðum að stóla á gpsið með Hestgilið einhversstaðar við
hliðina á okkur.



 Það er hinsvegar önnur saga en hér er horft norður Stóra Langadal á Skógarströnd og rétt glittir í Hestgilið t.h.
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 745
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 420867
Samtals gestir: 38383
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 09:38:34
clockhere