12.11.2010 08:23

Fjögurra vikna hvolpaafmæli.

Þó ég þekki varla annað en þessi stóru got 9 - 12 hvolpa kvíðir mann alltaf fyrir að koma móðurinni og hvolpunum gegnum fyrstu vikurnar.


Hér virðir Snilld steinsofandi hvolpahrúguna fyrir sér og má vera ánægð með frammistöðuna þessar vikur. Hún hefur meira að segja haldið holdum ágætlega og nú fer að léttast hjá henni móðurhlutverkið.


 Ég er ekki enn farinn að átta mig á þessari uppröðun hjá hvolpunum en það er nokkuð ljóst að þeir hafa ekki heldur liðið skort það sem af er uppvextinum.



 Hér bregðast þeir mishratt en hratt við lágu komuflauti sem segir þeim að nú sé eitthvað matarkyns á ferðinni.



 Svona er biðröðin hjá þeim og Tinna litla sem er önnur frá h. er sú eina sem er nefnd í hópnum.



Það er farið að ganga mikið á og allskonar átök í gangi með tilheyrandi urri.



Þetta er annar strákurinn að kanna heiminn utan búrsins. Hann verður að öllum líkindum vel loðinn.


Það verður bróðir hans trúlega líka, Báðir eru þeir með sterklega fætur og þessir hér eiga trúlega eftir að finna fyrir því í klungrinu á Barðaströndinni.

Svona lítur  hann út á hlið en þegar ég tók hann upp á hnakkadrambinu áðan urraði hann illilega á mig . Þar með voru örlög hans trúlega ráðin.

Eftir að ónefndur maður tók að sér að endurskrifa söguna í blað allra landsmanna í Hádegismóum lögðust dagblaðakaup af á heimilinu. Nú voru því góð ráð dýr og mikill léttir að heimaframleiddur hálmur var margfalt betri en mogginn í hreinlætisaðstöðu gotbúrsins.

Og nú má nágranninn sem fyrstur staðfesti pöntun á hvolpi fara að mæta og velja sér litla dömu úr hrúgunni.

Það verður ekki vandalaust verk.emoticon

Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 745
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 420867
Samtals gestir: 38383
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 09:38:34
clockhere