05.11.2010 23:46

Afastelpan bauð í hestasjó.

Já, afa og ömmu var boðið niður í reiðhöll í dag enda ekki leikskóli á föstudögum.

Nú átti að sýna þeim hvernig ætti að stunda útreiðar.


Það þarf að kemba vandlega og hálmstráin leyndust víða.



 Smáupphækkun kom sér vel svo hægt væri að gera klárt fyrir hnakkinn.

Birtuskilyrði til myndatöku voru ekki góð en sýningin gekk vel.



 Það getur kostað átök að stoppa örviljuga gæðinga. Þá er að halla sér aftur og taka á.



 Stundum þurfti hún Hremsa að hvíla sig og fá orkunammi hjá mömmu. Og nú var lokatörnin eftir æsispennandi kappreiðar við pabba.


 Og þarna skildu leiðir enda orkunammið algjörlega óbrigðult .


Og svo var endað í heimsókn hjá ömmu og hér er Tinna litla sem er í miklu uppáhaldi hjá afa, líka komin í heimsókn.
Flettingar í dag: 1255
Gestir í dag: 91
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 432183
Samtals gestir: 39894
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 05:50:42
clockhere