26.10.2010 21:57

Hvolparnir og Snilld.


 Ég hef undantekningarlaust verið farinn að gefa hvolpunum startfóður  með,  8 - 10 daga gömlum þegar gotin hafa verið svona stór.( 7 +)

 Þar til núna.

 Snilld hefur höndlað þetta alveg með eindæmum vel, étið eins og hestur og flóðmjólkað.



 Tveir hvolpanna hafa verið vigtaðir reglulega og eru að þyngjast um 50 - 60 gr á dag.



 Hér er verið að vigta dömuna en bletturinn á enninu á henni sem er alveg hjartalaga hefur eitthvað ruglast við þetta.



 Þetta er annar hundanna en hér er farið að rifa vel í augun á hvolpunum.  Nú eru þeir að verða hálfsmánaðar gamlir og farnir að skríða úr bælinu sínu til að létta á sér enda eru allir hundar fæddir snyrtipinnar þó mannskepnunni takist nú oft að rústa þeim eiginleika.

  
 Þessi snillingur hér fyrir ofan náði fremsta spenanumog nýtti sér hann með miklum ákafa.



 Ég gaf þeim fyrst í dag uppleyst hvolpafóður og þeir voru snöggir að læra átið. 

Nú verður farið að gefa þeim með og þá verður tækifærið notað til að venja þá við lágt kallflaut sem þeir munu verða fljótir að læra. Enda mamman með allra viðbragðsneggstu hundum að hlýða kallflautinu og reyndar skipunum yfirhöfðuð ef ákafinn tekur ekki af henni og mér ráðin.

Það er svo skemmtilegt að sjá hvað ágætir gestir heimasíðunnar hafa verið áhugasamir að skoða myndaalbúmin mín síðustu dagana. 
Flettingar í dag: 2150
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433078
Samtals gestir: 39944
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 13:48:37
clockhere