20.10.2010 09:56

Furukönglar og fjárhundaspjall.

 Sunnudagurinn var tekinn í alvörumálefni sem fólust annarsvegar í því að ganga um skóga og safna furukönglum/fræjum og hinsvegar í bæjarflakki.



 Hér er fararstjórinn búinn að sjá út hvar vænlegast sé að ganga til skógar og snýr sér að burðardýrinu með nánari fyrirmæli.



 Sem betur fer er enn fjallasýn í hina áttina. Hún var ekki fyrir hendi þegar ég var orðinn rammvilltur í skóginum 30 mín. eftir að þessi mynd var tekin.

 Það úði og grúði af allskonar sveppum .



 Og greinilega búið að taka duglega til hendinni í gangstígum síðan í fyrra.

   Það var svo ákveðið að sníkja kaffi í Flókadalnum eftir þessar mannraunir allar og byrjað á að taka hús á Hælsbændum enda langt síðan hundaræktunin var tekin út þar.

 Þar var tíminn fljótur að líða við fjárhunda og smalasögur.

 Ef ég hefði verið í hvolpahugleiðingum myndi þessi  bráðefnilega tík hafa orðið samferða heim.



 Hún er undan innfluttu tíkinni þeirra henni Soo og Kost frá Móskógum sem er úr sama goti og Dáð mín.


 Fyrstur kemur og fyrstur fær.

 Eins og fyrri daginn féllum við á tíma og þessvegna varð fjárhúsúttektin á Hrísum að bíða betri
tíma.

 Ekki verður það síðri sögustund þegar sá dagur brestur á.emoticon

Flettingar í dag: 576
Gestir í dag: 182
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 425053
Samtals gestir: 38911
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 23:06:05
clockhere