17.10.2010 00:13

Fullt af eðalfjárhundsefnum !!


Það hefur ekki gotið hjá mér tík í rúm 2 ár.

 Ég hef nú ekki tölu á því hversu margir hafa spurt mig um hvolpa á þeim tíma, en ef ég byggi við það að eiga hvolpa á lager væri það dágóður fjöldi sem ég hefði logið inn á saklausa hvolpaleitendur.

 Tíkurnar út af henni Skessu gömlu eru ákaflega frjósamar eins og hún.

9 - 12 hvolpar í goti algengt sem er algjörlega í efri mörkunum..

 Dóttir hennar átti  9 hvolpa í síðasta goti fyrir tveim árum.


  Takið eftir takmarkalausri virðingunni sem þeir bera fyrir blessuðum húsbóndanum. Þetta mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar.

Ég er alltaf jafn hrikalega montinn af þessari mynd af hvolpunum úr því goti, því þarna var allur hópurinn búinn að læra að hlýða komuflautinu og að setjast við psssst skipun.

 En svo ég komi mér nú að efni þessa bloggs þá var hún Snilld sonardóttir hennar Skessu að gjóta á dögunum og átti að sjálfsögðu 9 hvolpa. (Tveimur of mikið fyrir minn smekk).



 Og kynskiptingin er ekki í stíl við jafnréttisstefnu okkar íslendinga því niðurstaðan úr margendurtekinni kyngreiningu var 7 tíkur í pakkanum.

Já nú er það spurningin um eftirspurnina í kreppunni????emoticon
Flettingar í dag: 2118
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433046
Samtals gestir: 39937
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 12:40:27
clockhere