15.10.2010 09:16

Plægingarprútt og horfnir vinir.

  Plógurinn var settur við í gær og fyrstu 8 hekturunum snúið með stæl á milli mjalta.



 Þar sem gæsaveiðin er orðin einn af tekjustofnum byggræktarinnar verður að gæta að sér í plægingarmálunum.

 Í fyrrahaust var ég með skipulagninguna á veiðimálunum og þá var ekki við neinn að ráðgast þegar kom að plægingunni. Bara að halda eftir bestu ökrunum á endasvæðununum en veiðilendurnur eru tæpir 60 ha. og tilheyra 3 jörðum.



 Í haust er hinsvegar leigutaki með allan pakkann og nú verður sest niður um helgina og plægingin skipulögð með tilliti til veiðimálanna.

 Þessi tilhögun á veiðinni gefst vel. Ég losna við alla vinnuna sem fylgdi samskiptunum við veiðimennina og þar sem hér eru kunnugir menn á ferðinni sem nýta þetta sjálfir, losnum við algjörlega við að gæda veiðimenn inn á akrana á morgnana.

 Því er hinsvegar ekki að leyna að allir vinirnir sem við áttum skyndilega þegar kom fram í ágúst, og út veiðitímann eru ekki nærri eins miklir vinir okkar akureigenda lengur.



 Gæsirnar kippa sér hinsvegar ekkert upp við plægingargræjurnar en hér óróuðust þær eitthvað við vaktarskipti hjá plægingarmönnum.

Þeirra bíður svo erfiður laugardagur.emoticon
Flettingar í dag: 2247
Gestir í dag: 174
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433175
Samtals gestir: 39977
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 19:35:12
clockhere