13.10.2010 09:21

Gæsaveiðin. Rólegt í Eyjarhreppnum.

 Gæsaflotinn sem heldur til í Eyjarhrepp hinum forna hagar sér ekki með hefðbundnum hætti í þessum hlýindum og logni sem ríkt hefur að mestu í haust.

 Þessi mynd er frá 2008 en þá var allt eðlilegt á svæðinu með endalausu roki og rigningu og mikilli gæsaveiði.

 Nú er erfitt að eiga við hana . Hún er slugsandi langt fram á morgun í fjörunni eða lætur sig reka fram og aftur úti á sjó og er að dóla inn á akrana síðla morguns og langt fram á dag.

 Í logninu flýgur hún hátt og gefur sér góðan tíma til að virða fyrir sér væntanlegan lendingarstað.



 Þetta er nú svona 2008 mynd enda komu þessar beint inn.



 Og voru snöggar að forða sér þegar þær fengu óblíðar móttökur.

 Þetta háttalag gæsarinnar í logninu er ekki til þess fallið að auka aflabrögð skyttnanna og Blesurnar sem blanda sér í hópinn eru svo ekki til að bæta ástandið.

 Nú er meira af Heiðagæsinni en oft áður og þar sem hún notar sama tungumál og Blesan verður þetta svo enn ruglingslegra fyrir ofurspenntar skytturnar horfandi á háflugið fyrir ofan sig farandi  með bænirnar sínar.

Rétt að hafa þær ekki eftir.emoticon



 Hér voru þær að tínast inn á tún og akra hjá mér í gær og lá við umferðaröngþveiti því þarna blöstu þær við frá þjóðveginum trúlega nokkur þúsund um það er lauk.



 Einn leigutakanna sem átti leið um fékk mikinn skjálfta í gikkfingurinn en er vonandi farinn að róast þar sem hann liggur í þessum skrifuðu orðum þarna ofan í skurði.

En það er stafalogn núna ! emoticon


Flettingar í dag: 1968
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 432896
Samtals gestir: 39922
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 09:37:09
clockhere