11.10.2010 18:57

Taka 2. Ævintýraland og örnefni.

  Loks sér fyrir endann á smala og fjallabloggum þetta haustið þó kannski sleppi inn ein og ein eftirleit ef tilefni gefst.
 Nú er orðið býsna algengt að héðan leggi upp göngufólk inn á fjallgarðinn og sumir þeirra fara jafnvel í nokkurra nátta útilegu.
  Það er svo gaman að því að þetta fólk er búið að stúdera kort og ýmsan fróðleik um svæðið og er kannski fróðari um örnefni en margur heimamaðurinn.
 Margir rölta upp á Skyrtunnu og eins og sagði síðast er þetta auðveldasta leiðin. Hún er svo auðveld að einhverjir sneiða framhjá henni upp á tindinn.



 Svo eru það Svörtufjöll sem eru nú enn auðveldari viðureignar og margir hlaupa þar við á leið sinni niður svona til að geta bætt þeim í safnið.



 Það er ekki sama hvaðan er horft  til að telja tindafjöldann  og kannski öruggast að skreppa upp til að telja þá.

 Upp af Hvítuhlíðinni ( t.v hér fyrir neðan)  sem er held ég fyrsta örnefnið sem ég varð öruggur á, í upphafi smalaferilsins er Hvítuhlíðarkollurinn, löng bungumynduð hæð næstum lárétt. Þar mættust efsti maður úr Tungunum og sá sem kom efst austanað og eins gott að munaði ekki miklu á tíma því þá fór stundum allt í klessu.
Frameftir síðustu öld þótti leit í Dalsmynni ekki fullmönnuð nema með 7 - 9 manns. Nú finnst manni fínt að fá 3 í fjallið og 1 í fyrirstöðu á Dalsmynnisfellinu.



 Sunnan Hvítuhlíðarkollsins er Hvítuhlíðargilið með áberandi blágrýti á norðari gilbarminum sem er einstakt á svæðinu. Hvítuhlíðarkollurinn er ákaflega greiðfær endanna á milli sem kom sér oft vel fyrir fótfráa eða velríðandi smala þegar of seint var mætt í fyrirstöðuna. Nú hafa hundarnir og fjórhjólið eyðilagt öll slík ævintýri, allavega þarna.




  Hér sér svo yfir Moldarmúlann inná Leirdalinn en klettahryggurinn hér  fremst á myndinni er sjálf Geithellistungan með Grengilið til hægri við sig. Þessi tunga endar svo að sjálfsögðu í sjálfum Geithellinum sem kynntur var til leiks í síðasta bloggi.



 Reyndar fann ég aðeins skárri mynd af honum hér, en hann er nú reyndar lítið dýpri en þetta og ætti frekar að heita skúti en hellir.



 Já ekkert meira  fjallakjaftæði í bili. emoticon 

 

Flettingar í dag: 2233
Gestir í dag: 168
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433161
Samtals gestir: 39971
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 18:36:53
clockhere