08.10.2010 09:18

Árhring sauðkindarinnar lokað.

Þó rollustússið sé oft skemmtilegt er alltaf gott þegar sér fyrir endann á því á haustin.

 Eins og sauðtryggir lesendur síðunnar hafa orðið óþyrmilega varir við fór síðasta vika  í það, og á þriðjudaginn var síðan allt sláturfé sem í kaupstað er sent tekið.

 Það voru um 180 kindur enda fjármennskan hér aukahobbý sem er dálítið vafasöm ef menn hugsa í krónum og aurum.


 Þó við karlpeningur Dalsmynnis séu miklir snillingar (ótrúlega fáir sem koma auga á það) fóru hlutirnir ekki að gerast í fjárræktinni fyrr en kvenbændurnir tóku málið yfir.


 Þessi árgangur og seinni mörkuðu tímamót í kjötmatinu.

 Það hefur því orðið ansi skemmtileg breyting á fjárstofninum á nánast örfáum árum og sem dæmi má taka að fituflokkarnir sem voru okkur til mikilla vandræða eru nánast horfnir þrátt fyrir
síhækkandi meðalvigt.

 Og tölurnar úr slátruninni sem komu í hús í fyrradag eru allar betri en tölur fyrra árs.

Meðalþyngdin var  18.04 kg.
Gerðin 10. 06
Fitan     7.07

 Það er hlutlaus skoðun undirritaðs að landnámskindin sé mun gæfulegri til ræktunarstarfs en hinn bústofninn sem ég þori ekki að nefna.emoticon 

 Það er svo óþarfi að taka fram, að þeir sem eru svo heppnir að fá Dalsmynnislömb á diskinn sinn eru ekki að borða vegkanta,grænfóðurs eða túnlömb, heldur algjörlega ekta fjallalömb. emoticon 
Reyndar á það nú við um langstærstan hluta íslenska dilkakjötsins svo ég geri nú engan reiðan. 
 
Flettingar í dag: 2134
Gestir í dag: 136
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433062
Samtals gestir: 39939
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 13:02:20
clockhere