06.10.2010 21:52

Toppár í bygginu.

Nú sér loksins fyrir endann á byggræktinni þetta sumarið.

 Hjá Yrkjum ehf þar sem byggið rennur í gegn með einum eða öðrum hætti er um langbesta árið að ræða frá upphafi.(2003)


 Þetta er ein af fullkomnustu byggþurrkunum landsins en þó rétt að taka fram að þetta er gömul auglýsing frá fyrstu árunum.

 Bæði er framleiðsla eigendanna meiri en nokkru sinni og síðan er þurrkun fyrir aðra í hæstu hæðum eða talsvert á annað hundrað tonn, en það munu hátt í 400 tonn renna í gegnum þurrkunina þetta haustið. 

Býsna gott mál eftir ýmiskonar þrengingar.

 Það setti hinsvegar nokkuð svip sinn á byggræktun Dalsmynnis sf. að ákveðið var að taka stökkið og nota búfjáráburð á svo til alla akrana.

 Notaður var mismunandi mikill  N áburður með eða  allt uppí 27 N ha.


 Þessir akrar litu svona út síðast í júlí og nokkru seinna fóru að myndast legur ásamt því að þroskastigið var ákaflega misjafnt þ.e. grænir blettir settu svip sinn á þá,  þó hluti þeirra þroskaðist á góðum tíma.

 Þeir voru svo langsíðastir í þreskingu þetta haustið en þeir voru teknir á mánudaginn.

Þrátt fyrir að þeir lægju nánast alveg tókst samt að ná uppúr þeim 4 t. af ha.

 Það á eftir að fínisera tölurna en uppskeran hjá okkur er ágætlega ásættanleg og mun betri en útlit var fyrir um miðjan júní.

 Og í fyrsta skipti í sögu félagsins er útlit fyrir að náðst hafi hellingur af sáðbyggi til næsta árs/ára bæði Lóm, Judith og hugsanlega Pilvíinu líka.

Já, við kornræktendur í Eyjarhreppnum verðum víst að berja okkur yfir einhverju öðru en byggræktinni þetta árið.
Flettingar í dag: 2251
Gestir í dag: 175
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433179
Samtals gestir: 39978
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 20:00:17
clockhere