01.09.2010 21:15

Heimsókn til Halla í Belgsholti.

 Við í bændastéttinni eru jafn misjafnir og við erum margir og sem betur fer finnast þar innanum algjörir snillingar í allskonar framfaramálum.

 Við meðaljónarnir förum stundum að heimsækja einhverja slíka til að hlaða batterýin og reyna að koma ýmsum fróðleik inn á harða diskinn sem er nú orðinn dálítið gloppóttur hjá undirrituðum.

 Að koma í Belgsholt og stoppa í svona 2-3 tíma er eins og að sækja vikunámskeið í margvíslegustu búnaðarfræðum.

 

 Hveitiakurinn með vorhveitinu sem sáð var 20 apríl er glæsilegur og er að gulna hratt þessa dagana.



 Það kom mér á óvart hvað þarna eru sterklegir stönglar og traustvekjandi fræfesta enda verður þessi akur ekki þresktur fyrr en seint.



 Halli er mikill aðdáandi Skegglunnar sem er hér  fullþroskuð hjá honum. Hann ræktar sitt sáðbygg sjálfur að mestu leyti og þar sem Skegglusáðkorn er ekki í boði lengur var m.a. erindið að fala af honum sáðbygg. Það stefnir í samninga um það.

 Nú er hann á fullu að hanna brennsluofn fyrir hálm til að skerpa á heita vatninu í kornþurrkuninni.



 Mér sýndist að það dæmi myndi ganga upp hjá honum áður en lýkur en hann áætlar að 1 fylling á  þessum 3 rúllu brennara muni duga í þurrkun korns af einum ha. 

 Áhugamenn um Skegglufræ ættu að bjalla í bóndann og skoða málið.
Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 745
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 420786
Samtals gestir: 38371
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 02:42:35
clockhere