30.08.2010 07:04

Æsispennandi fjárhundakeppni.

Það er alltaf mikið lotterí að taka þátt í fjárhundakeppni.

 Ef smalinn er eitthvað strekktur þá skynjar hundurinn það og stressast líka upp. Kindurnar taka þetta hvorutveggja inn á sig, en oft er ekki á vandamál þeirra bætandi.

En þetta er alltaf jafnskemmtilegt.

Stundum er tilfinningin sú að maður komist ekki í verðlaunasæti vegna þess hversu vel gekk, heldur gekk félögunum bara enn verr.

Eins og sést á dómblaðinu hér fyrir neðan, gengur keppnin út á það að 4 kindum er sleppt í 2 - 500 m. fjarlægð eftir því  hvaða keppnisflokkur er í gangi.

Hundurinn er sendur út á hægri eða vinstri hönd. Hann á að koma hópnum beina leið til smalans  í gegnum 1 hlið á leiðinni, reka hópinn í hálfhring afturfyrir smalann sem má ekki hreyfa sig frá þeim stað sem hann er á.
Síðan á hundurinn að reka hópinn " þríhyrninginn" , frá smalanum gegnum hlið, síðan þvert yfir brautina framan við smalann út um annað hlið þar.

 Síðan kemur hundurinn hópnum áleiðis að smalanum sem nú má loksins yfirgefa sinn stað.
Þar á hundurinn að sýna að hann geti haldið hópnum að smalanum og keppendur í A fl. eiga síðan að  skipta hópnum í tvennt.

Að lokum er hópnum komið inn í litla rétt.

Keppendur fá 15 mín. til að ljúka þessu.

Hundurinn leggur af stað í brautina með 100 stig sem síðan saxast á við refsistig sem hann fær fyrir allt sem úrskeiðis gengur í brautinni.



 Hér er dómblaðið fyrir Snilld í B fl. þar sem hún fær refsistig fyrir að koma hópnum af stað, koma með hann og reka þríhyrninginn. Þetta er sunnudagsrennslið þar sem hún stóð efst en henni gekk öllu verr á laugardeginum.

Það voru samanlögð stig tveggja rennsla sem giltu til úrslita.

                                              Unghundaflokkurinn. 
Helgi og Snúlla frá Snartarstöðum í 3 sæti með ? stig. Svanur og Dáð frá Móskógum 2 sæti og 128 stig. Gunnar og Ólína frá Hafnarfirði með 143 stig ásamt eiganda Ólínu.

Ég keppti með Dáð sem er nýorðin 2 ára í unghundunum og þó mér gengi vel þar með 59 stig fyrri daginn og 69 þann seinni var Ólína frá Hafnarfirði og Gunni Guðm. mun betri . Ólína átti algjört snilldarennsli seinni daginn með 84 stig af 100 mögulegum. Það var sérstaklega frábært hjá þeim vegna þess að þarna er á ferð maður sem hefur aldrei átt kind.
Hundarnir í þessum keppnum eru sífellt að verða betri, sérstaklega í yngri flokkunum, enda eru að koma sterkir inn hundar út af hundum/tíkum sem flutt hafa verið inn síðustu árin og eru greinilega að bæta ræktunina. 

                                                B.flokkur.
 Halldór á Súluvöllum og Spori frá Breiðavaði með ? stig og 3 sæti. Svanur og Snilld frá Dýrfinnustöðum með 126 stig  2 sæti og Lísa og Skotta frá Daðastöðum í 1 sæti með 135 stig.

 Síðan var ég með Snilld 3 ára í B fl. þar sem hún var í öðru sæti. Það var sérstaklega ánægjulegt því Snilld er ekki mjög góður keppnishundur að upplagi.
 Vinnuáhuginn er gríðarlegur og í svona hasar getur allt farið úr böndunum.

Fyrir ári síðan fór ég með þessar tíkur í unghundakeppnina á laugardeginum en þá voru þær 1 og 2 ára. Þá lauk ég hvorugu rennslinu þar sem stefndi í átök við erfiðar kindur sem mér fannst ekki tímbært fyrir þær þá. Nú myndu þær höndla slíkar aðstæður.

Allt um Smalahundakeppnina  Hér.
Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418882
Samtals gestir: 38057
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:57:41
clockhere