23.08.2010 19:40

Súrefnið á fleygiferð og fölnar hlíðin.

Þeir sveitungar og sýslungar mínir sem voru farnir að trúa því að bongóblíður sumarsins væru eitthvað varanlegt ástand eru nú búnir að ná jarðsambandi á nýjan leik.

 Norðaustan áttin sem er búin að hamast á okkur linnulaust í viku ásamt tilheyrandi kólnun hefur enn og aftur sýnt okkur rækilega að eftir sumar kemur haust.



Og kindurnar sem  hópast niður í fölnandi hlíðina, úr sveljandanum innfrá eru líka ótvírætt vitni um þennan raunveruleika.


 Akrarnir í Hrossholti eru farnir að gulna og ef allt næst af þeim í fyllingu tímans skila þeir  Einari byggbónda, toppuppskeru eins og aðrir byggakrar í Eyjarhreppnum.

 Þó bændurnir haggist ekki og verði einungis léttara um andardráttinn í  15 + metrum  er trjágróðrinum enn eðlislægt að bogna undan þessari aðalóvinaátt sinni.

 En Eldborgin haggast ekki frekar en hinir vinir mínir á Austurbakkanum.

Já, bráðum kemur hrímkalt haust.emoticon
Flettingar í dag: 2766
Gestir í dag: 533
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427831
Samtals gestir: 39447
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 18:47:06
clockhere