08.08.2010 19:59

Fjárhundanámskeið, íslandsmet, gigtartöflur og Wiský frá síðustu öld.

Þó að við Gísli séum ekki vel þokkaðir hvort heldur er sundur eða saman, ætlaði allt úr böndunum þegar kvisaðist um smalahundasnámskeið.

 Þar sem við félagarnir eru með allra jákvæðustu mönnum og eigum oftast erfitt að neita nokkrum hlut hefði getað farið illa.

 Það vildi okkur til happs að fyrirvarinn var stuttur, hestamót o.fl. settu strik í reikninginn en síðast en ekki síst týndist ( trúlega) miði með þó nokkrum símanúmerum  ýmissa áhugasamra um námskeið sem hafa hringt á liðnum misserum.

 Og  ég hef náttúrulega  enga samúð með þeim sem ekki lesa bloggið mitt daglega og missa því af þýðingarmiklum auglýsingum.

 Það mættu síðan 16 hundar og þátttakendur á námskeiðið og sumir voru með áhangendur með sér svo það var mannmargt í Mýrdal um helgina.

Áslaug fékk aldeilis að taka til hendinni með standandi stórveislu alla helgina.



 Frá v. Styrmir og Klonni frá Gufudal. Villi og Terrý f. Hrossholti. Dagbjartur og  Spóla frá Hrísum. Alexander og Pjakkur f.Grundarfirði.Dóri og Píla frá Kvíabekk.Birna og Rós f. Staðarhúsum. Brynjar og Patti f. Ystu görðum.ásbjörn og Bolla f. Móskógum.  Dóra Erla og Snælda f.Snartarstöðum. Gísli staðar og námskeiðshaldari. Dísa og Píla f. Gullberastöðum. Ásberg og Moli f. Tálknafirði. Elín og Knútur ´. Snæbýli. Liggjandi . Bjössi og Lóa f. Hraðastöðum. ( 3 vantar.)

 Við Gísli vorum hæstánægðir með útkomuna á þessari frumraun á öllu Íslandi (trúlega) að halda 16 manna smalahundanámskeið með tveim leiðbeinendum.


Týra f. Dalsmynni var eins og ég lofaði kaupendunum, auðveld í tamningu, góð á heimili og notadrjúgur smali en enginn ofurhundur.

 Seinni daginn var boðið uppá 4 hólf með kindum. Þrjú með tömdum kindum og eitt fyrir meira tömdu hundana með hóp af fé úr hlíðinni. Leiðbeinendurnir röltu á milli og þetta svínvirkaði.
(algjörlega hlutlaust álit.emoticon )



 Kominn slaki í liðið seinnipart sunnudags.

Fyrir okkur námskeiðshaldarana var ánægjulegast að sjá breytinguna á ótömdu hundunum  þessa  2 daga og nú verða eigendurnir að standa sig í framhaldinu.



 Huntawayinn( rekstrarhundar) hennar Dóru Erlu, Snælda frá Snartarstöðum var áhugavert eintak sem hafði áhuga á að hringfara féð, harðákveðin en ekki mjög þungt haldin af hlýðnihvötinni. áhugavert smaladýr þegar hún er búin að átta sig á hver á að ráða.



Ásbjörn og Bolla f. Móskógum í lokaæfingunni.


Villi og Terrý ásamt Laxárdalsbændum. Jói fékk sérstakt hraðnámskeið á sunnudagsmorgun nýlentur úr 5 daga reið á Hornströndum með Svaðilfara og þurfti að vera mættur aftur heim um 3 leytið.


Staðar og námskeiðshaldari  í námskeiðslok, þreyttur en hæstánægður með helgina horfir  á lokaæfinguna hjá verðandi stórsmala.

 Og þetta var líka erfitt fyrir okkur gömlu félagana Vask og undirritaðan.

 En þegar Vaskur var kominn með gigtartöfluna sína og ég í pottinn með klassawiskýið frá síðustu öld
brosti lífið við okkur félögunum sem aldrei fyrr. emoticon 

Myndir í abúmi smella  hér
Flettingar í dag: 597
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 431525
Samtals gestir: 39854
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 04:24:41
clockhere