05.08.2010 21:58

Kraftaverkið í bygginu.

Það leit illa út með byggræktina hjá mér í júníbyrjun.

Mér fannst akrarnir vera röndóttir, skellóttir og yfirhöfuð misprottnir og illa sprottnir.

Ég kenndi sjálfum mér um (aldrei þessu vant) því ég hafði breytt verulega útaf hefðbundinni áburðargjöf í þetta sinn.

 Ekki með eina eða tvær spildur heldur allan pakkann rúman 21 hektara.

 Breytingarnar fólust í því að búfjáráburður var borinn á alla akrana  ýmist sauðfjártað/hálmur eða mykja.

 Síðan var einungis köfnunarefnisáburður borinn á og áburðarskammturinn minnkaður talsvert frá fyrri árum eða í um 25 - 49 N á ha. eftir því hvort byggi hafði verið sáð áður í akurinn.



 Hér er akur sem er á fyrsta ári í byggi,  tún sem var plægt upp sl. haust. áburðargjöf 27 N/ha.

Hann leit skelfilega út en hefur tekið alveg rosalega við sér síðan um miðjan júní.



 Þessar tvær spildur hér eru á nýbrotnu landi sem fékk mykju og um 28 N/ha.

Þær litu alveg hörmulega út og ég var búinn að ákveða að auka mykjuskammtinn um helming næsta vor.



 Eitt af því sem ég óttaðist var að arfinn tæki þetta yfir og rústaði ökrunum . Byggið virðist undantekningarlaust hafa skilið hann eftir. Það er helst Lómurinn sem er í erfiðleikum.



 Þetta þurra en sólríka sumar virðist heldur betur hafa losað um köfnunarefnið í mýrarjarðveginum og mér sýnist nokkuð ljóst að þrátt fyrir lága áburðargjöf verði köfnunarefnið til vandræða þegar maður vill að vöxturinn stoppi og jurtin geri sig klára fyrir þreskingu.



 Svona líta þeir akrar hinsvegar út sem eru í sandi eða miklu þurrlendi.



 

 Rigningarnar láta svo algjörlega á sér standa hér,  en trúlega á maður svo eftir að segja eitthvað misjafnt um þær, þegar kemur að þreskingunni og það verður búið að vera úrhelli dögum saman og styttir seint og illa upp.
 Skelfingarnar sem byggræktin virtist stefna í hjá mér er úti,  og útlit fyrir mjög góða uppskeru.

En hún er nú ekki komin í hús.

En það er á svona sumri sem mýrarakrarnir eru inni.emoticon
Flettingar í dag: 742
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 423138
Samtals gestir: 38529
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 08:34:19
clockhere