27.07.2010 20:06

Vestfirðir. Loksins smáfrí.

 Stefnan var til að byrja með tekin á strandirnar sem litu best út varðandi rigningarspár helgarinnar.

Það reyndust síðan hefðbundanar rigningaspár á þessarra síðustu tíma, engin rigning  enda var sama sagan allstaðar í ferðinni að þurrkarnir eru orðnir til verulegra vandræða.



 Þarna var fyrsti næturstaðurinn en hér sér inn Ingólfsfjörðinn og veðrinu þarf ekki að lýsa nánar.

Hinumegin við fjörðinn blasti Seljanes við með Drangajökul í baksýn.



 Norðurfjörður með Reykjaneshyrnuna í hina áttina og þrátt fyrir að þarna uppi á hálsinum sæist ekki eða heyrðist í einum einasta fugli fór vel um okkur þarna.

 Tófugata yfir mýri rétt hjá áningastaðnum útskýrði ýmislegt varðandi ástand fuglastofnsins.

Símasambandið var talsvert stopult í ferðinn sem var ágætt, en hér er næturstaður ofan Ísafjarðar.


 Hér er áð um næturstund í Austmannsdal. Einum af Ketildölunum í Arnarfirði. Þarna gómaði bóndinn í Grænuhlíð mig með lausan hund innan um féð sitt en brást glaður við, þegar hann þekkti okkur Vask eftir námskeiðshald þarna vestra fyrir nokkrum árum.

 Það búa góðar vættir í svona myndarlegum fjöllum og þarna var gott að gista eins og annarstaðar þarna vestra.

 Morguninn eftir var þetta skoðað m.a. en meira um það síðar.

Flettingar í dag: 2065
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 432993
Samtals gestir: 39924
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 10:07:53
clockhere