23.07.2010 07:31

Sóðar á ferðalagi. Samt ekki allir.


 Maður fyllist alltaf gremju þegar bónuspoka fullan af rusli, eða bjór og öldósir  ber fyrir augu á vegköntum landsins.

 Maður veltir fyrir sér hvernig það fólk er innréttað sem opnar bílgluggana og fleygir út umbúðunum af neysluvarningum. (eða notuðum bleyjum)

 Niðurstaðan af því er alltaf sú að þessu vesalings fólki hljóti að líða illa og eiga dálítið mikið bágt á sálinni.

 Skógræktarfélag Heiðsynninga hefur í félagi við nokkur fyrirtæki opnað Hofstaðaskóg og komið þar upp smá  aðstöðu fyrir ferðamenn ásamt því að leggja göngustíga um skóginn.

 Ekki var talið gerlegt að koma .þar upp sorpíláti enda sorpþjónusta sveitarfélagsins bundin við gáma sem staðsettir eru á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu.

 Á planinu við Hofstaðarskóg stóð hinsvegar stórsekkur hálfur af kurli sem notað er til viðhalds skógarstígunum.



 Það var ekki að spyrja að því að sumir  " náttúrunnendurnir " sem áðu við skóginn töldu upplagt að setja ruslið sitt í kurlsekkinn í stað þess að kippa því með og setja í næsta gám sem er í nokkurra km. fjarlægð í hvora áttina sem er haldið.



 Mín reynsla er hinsvegar sú að sýnileg fyrirferð í varningum sé margfalt minni eftir notkun og lítið mál að kippa þessu með hvort sem farartækið er á fjórum fótum eða hjólum. 

 Og að þessum skrifuðu orðum loknum á að skella kampernum á pikkann og yfirgefa svæðið áður en fer að rigna fyrir alvöru.

 Þetta er frekar skipulagslaust ferðalag bæði hvað viðkomustaði og ferðalok varðar, en slíkur ferðamáti hentar mér ákaflega vel.


 Aðaláhyggjuefnið í augnablikinu er að ekki hafa tekist samningar um þátttöku Vasks í orlofinu.

Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 431026
Samtals gestir: 39816
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 01:45:19
clockhere