20.07.2010 21:05

Rebbinn. - Glæný veiðisaga.

 Það kemur oft fyrir að ég fæ hringingu frá vegfarendum eða íbúum í sveitinni sem hafa komið auga á ref .

 Sumir höfðu séð hann fyrir einhverju síðan en vegfarendurnir eru oftast að horfa á hann eða nýbúnir að sjá hann.

 Mér finnst þetta alltaf góð símtöl því ég er mjög áhugasamur um  refaflóruna hjá mér og hegðun hennar.
 Ég spyr því alltaf um nánari staðsetningu, tímann og hvort sjáandinn teldi að dýrið hafi verið á leið upp eða niður fyrir veg o.sv.frv.

Stundum met ég stöðuna þannig að hugsanlega nái ég dýrinu með því að bregða mér á staðinn, en það er nú ekki oft sem þær vangaveltur ganga upp.

 Og rétt þegar ég var að gera mig kláran í pottinn um 10 leitið í kvöld hringdi síminn og þar var óðamála vegfarandi með rebba í augsýn.

 Í þetta sinn brá ég við hratt, bað hringjandann að doka við og brunaði þessa 4-5 km.  á tiltölulega ólöglegum hraða.

 Og rúmri  klst. síðar þegar ég var kominn heim og búinn að slaka á í pottinum biðu þessar myndir mín í póstinum.



 Þetta er alveg stórmerkileg mynd . Fyrsta myndin (og hugsanlega sú síðasta) sem  náðst hefur af mér á veiðum.



 Hér er viðfangsefnið í náttúrulegu virki sem dugði honum þó ekki. Og ótrúlegt hvað hægt er að súmma á góðri myndavél. Ég sá hann ekki með berum augum þaðan sem myndin var tekin.



Og árangurinn. Þetta var mórauður refur eldri en tvævetur og var greinilega bráðfeigur.

Og gáfnafarið gætið bent til þess að hann eigi ættir sínar að rekja til Austurbakkans.emoticon
Flettingar í dag: 420
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424157
Samtals gestir: 38699
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 19:57:04
clockhere