20.06.2010 05:42

Veisla á Vatnsnesi.

 Eins og dyggir lesendur heimasíðunnar vita er ég ákaflega vel kvæntur.

Reyndar mun betur en ég á skilið.

Það sama verður því miður ekki sagt um konuna mína, en það er náttúrulega hennar vandamál.

 Stundum reyni ég þó að vera eins og góðir eiginmenn eiga að vera, bjóða henni út í mat eða eitthvað.
Það er þó alltof sjaldgæft.

 Nú bauð ég henni semsagt út að borða og til að hafa þetta almennilegt var farið í fjöruhlaðborðið í Hamarsbúð á Vatnsnesi.


Hamarsbúð stendur við eina glæsilegustu fjárrétt landsins sem að auki er í alveg einstöku umhverfi.



Það var byrjuð að myndast biðröð við Hamarsbúð um sexleytið þegar við mættum, en húsið opnaði kl. 7.



 Þetta var eiginlega ólýsanlegt veisluborð og sama hvað var tekið á diskinn, allt hvað öðru betra.



 Það var þröngt setinn bekkurinn í tjaldinu þegar kom fram á kvöldið en þar var lifandi músik og söngur allan tímann.



 Öll bílastæði gjörnýtt og rúmlega það.

 Og Steini frá Svelgsá  ( t.v.) nú í Hippakoti í Fitjárdal sem er teinréttur enn, virðir fyrir sér allskonar lostæti á fiskitrönum staðarins. Mín heittelskaða hafði nú óþarflega mikinn áhuga á því líka.

 Húsfreyjurnar á Vatnsnesi eru algjörlega að standa sig í þessu sem öðru.

Matseðillinn o.fl. .Hér

Það gæti svo alveg verið að maður kíki við hjá þeim aftur.emoticon

Flettingar í dag: 1763
Gestir í dag: 173
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 429742
Samtals gestir: 39688
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 06:46:07
clockhere