20.05.2010 03:56

Vorstemmingin í máli og myndum.

Það er stafalogn í sveitinni.

Fuglasöngurinn hellist yfir mann úr öllum áttum á röltinu í rollukikkið kl 4 að morgni.



 Hafursfellið speglast í tjörninni og græn stráin eru að brjótast upp úr sinunni þar sem hún er ekki algjörlega úr hófi.



 Það var nákvæmlega þetta sem blasti við augum þegar ég kom út áðan og nuddaði stýrurnar úr augunum.



 Það er svo komin græn slikja á akrana sem fyrst var sáð í, og túnin komin mjög vel af stað.

Já það verður byrjað  að bera áburðinn á þau í dag og orðið löngu tímabært.



 Tilraunareiturinn með Öspinni sýnir þrjú litarafbrigði í augnablikinu en þar voru sett niður þrennskonar yrki í den.



 Og hjartað hennar Höllu Sifjar í hlíðinni minnti gamla manninn á það, að núna er hún á leiðinni út á flugvöll en ferðinni er heitið til Ítalíu þar sem hún verður við nám næstu vikurnar.

 Það er skýjað . Annars væri morgunsólin komin upp og stemmingin væri allt öðruvísi.

Já, það er akkúrat svona upplifun sem heldur manni gangandi í skammdeginu. emoticon

Flettingar í dag: 2196
Gestir í dag: 157
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433124
Samtals gestir: 39960
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 16:01:21
clockhere