17.05.2010 22:58

Þröstur minn góður..- Hreiður á stillans.

 Framan á fjósinu stendur stillans síðan í vetur.

Þegar að óbornu ærnar voru hafðar í daghólfinu lá vel við að fara stillansinn í eftirlitsferðunum.

Í einhverri af fyrstu ferðunum uppgötvaðist að þar voru uppvið vegginn tvö fullgerð hreiður með um 1.5 m. millibili.
Þessi umferð virðist hafa fælt annan ábúandann frá frekari búskaparáformum en allt í einu voru komin 2 egg í annað hreiðrið.



 Síðan bættist við eitt af öðru þar til þau voru orðin 5. En aldrei sáum við fuglinn.

Svo kom í ljós að þarna var skógarþröstur á ferðinni og nú fór hann að liggja á af mikilli natni.

 Hann var fljótur að róast við umferðina og  kom að fljótt  að því að hann var ekkert að ómaka sig við að yfirgefa hreiðrið, þó bændaræflarnir væru eitthvað að skakklappast framhjá.



 Í austanrigningunni um daginn kom í ljós að hönnunin var ekki fullkomin því það lak niðuraf veggnum á foreldrið tilvonandi, sem sýnir hér hægri vangann.



 Og hér þann vinstri en nú var hann orðinn dálítið pirraður til augnanna enda ekki eins athyglissjúkur og sumir topparnir í þjóðfélaginu.

  Nú er bara að vona að allt gangi upp hjá þeim hreiðurbúum og kettir heimilanna virði friðhelgi heimilisins.

 Það verður þó að telja býsna líklegt að þeim verði þó eins farið og offörunum í eftirmálum hrunsins ,ef þeir verða þarna á ferðinni .

 En vonandi getum við þó treyst því að rebbarnir mínir séu ekki svo ósvífnir
 að mæta á svæðið. emoticon




Flettingar í dag: 2072
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433000
Samtals gestir: 39926
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 10:28:55
clockhere