08.05.2010 22:54

Afastelpan og hann Billi Boy.

  Það er ekki til vandræða mislita féð í Dalsmynni. Fyrstu árin mín sem alvöru bóndi var ég með mikið mislitt eða um helming fjárins.  Svo ákvað ég að loka á það og það tók tiltölulegan stuttan tíma að skipta yfir í hvíta litinn.

 Nú fara ræktunaráhrifin hjá mér ört minnkandi og trúlega verða ekki mörg ár í það að slatti af mislitu vafri hér um hús og fjallendi.



 Hér er afastelpan að skoða hluta af fjáreigninni sinni og náist samningar við hana fyrir haustið er trúlegt að hann Billi Boy sem hún er að kanna bakvöðvana á hér, verði næsti drottnari í gemlingum næsta vetrar.



 Reyndar á hann eftir að fara í gegnum nálarauga vöðvaómsjárinnar og sérfræðingsþuklið en einhvernveginn hef ég hugboð um það, að þeir öryggisventlar muni litlu máli skipta í þeirri ákvörðun.



 Reyndar er strax búið að benda mér á að það sé ekki nóg með að hann Billi sé úr sæðingunum, undan honum At, heldur er mamma hans úr sæðingum líka.

 Þó mér finnist þessar athugasemdir ekki sýna mikla trú á áratuga öruggu ræktunarstarfi undirritaðs hef ég vit á því að segja ekki neitt.


Langt síðan ég lærði það, að betra er að þegja en segja.emoticon
 

Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 425
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 421311
Samtals gestir: 38433
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 05:16:14
clockhere