23.04.2010 22:57

Vorverkin á fullu í sveitinni.

Ég sannfærði mig um það í morgun, að ekki væri hægt að hræra upp í haughúsinu í logninu og dreif  mig af stað austur á Selfoss áður en færi að kula.

 Símafundirnir eru hundleiðinlegir.

Ég hef aldrei áður komið á suðurlandið á þessum árstíma og sjá nánast engan mun á gróðurfari þar og hér vestra. Yfirleitt hefur mér fundist muna um 1/2 mán. vorkomunni þar og hér.

 En þar eru næturfrostin að stoppa allt af. rétt eins og hér á nesinu.

Byggsáningin sem átti að vera komin af stað var sett í bið/frost en næturfrostin eru ekki alvond því nú er hægt að komast um akra og tún til sand og mykjudreifingar.



 Her er verið að dreifa skeljasandinum á nýbrotið flag sem verður í byggrækt nokkur ár, en mun síðan verða að túni.

 Við Söðulsholtsbóndinn tókum sinn daginn hvor, í sanddreifingu á nýju akrana okkar og dreifðum samtals um 140 tonnum af sandi.



 Húsfreyjurnar tóku svo völdin sumardaginn fyrsta og það var byrjað á nokkurri tiltekt. Hér er margvíslegum verðmætum rótað miskunnarlaust í timburgáminn.



 Seinni sprautun á lambablóðsóttarefni var drifin af og tekið undir allar ær og gemlinga í leiðinni.
Ágætis útkoma virðist vera á sæðingunum hjá henni Guðnýju, en fjórir gemlingar af 30 trúlega geldir sem er óvanalega mikið hér, en þætti trúlega lágt hlutfall sumstaðar þar sem dularfull fósturlát grassera.

      
                Aðstæður til sinubruna voru  góðar, jörðin mjög rök en sinan skraufaþurr og brann hratt.


 Sinubruni er umdeildur en á þessum grasgefnu mýrum hér, er annaðhvort að fjarlægja sinuna með þessu móti eða gefa beitarnýtingu á landinu frá sér. Hér er verið að brenna  geldneytahólfið
og vorbeitarhólf fjárins var tekið líka.

 Og bóndinn sem var orðinn linur til verka eftir hóglífi vetrarins er óðum að
 komast í vinnufært form.emoticon

Flettingar í dag: 2233
Gestir í dag: 168
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433161
Samtals gestir: 39971
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 18:36:53
clockhere