21.04.2010 21:47

Bankahrun,Kötlugos og athyglissjúkir" spámenn."

 Það var mikil þöggun í gangi í undanfara hrunsins.

Fólk sem hafði fylgt straumnum með lofsöng um snilldina tók höndum saman þegar fór að halla undan fæti og varði ruglið með kjafti og klóm.

 Sumpart vegna þess að vonin um að allt flyti,  var trúlega fyrir hendi hjá mörgum.
Sumpart vegna þess að ef snúist yrði til varnar myndi allt sökkva umsvifalaust.

Og þjóðarleiðtoginn sem hafði sett forgöngumenn glæpalýðsins sem þurrkaði upp bankana og kom fénu úr landi, á stall með heiðarlegu og sómakæru fólki og krossað þá í bak og fyrir var/er  í vondum málum.

 Á bak við hann stóð ríkisstjórnin eins og hún lagði sig ásamt seðlabankastjóra og fjármálaeftirliti sökkvandi í foraðið.

 Hvernig nokkrir með óbrengluðu viti geta líkt þessu ástandi við umræðu um Kötlugos er spurning sem vont er að finna rök fyrir.

 Það er algjörlega óumdeilt að Katla muni gjósa.

Hvort það verður innan 10 daga eða 10 ára  +  veit enginn.

Hvort gosið verður lítið eða stórt veit enginn.

Hversu lengi það stendur veit enginn.

 Það eru svo taldar minni líkur á því en meiri að Kötlugos muni hafa þau áhrif á flug í Evrópu sem Eyjafjallagosið hefur haft.

 Hvernig í ósköpunum Bessastaðabóndanum datt í hug á þessum tímapunkti að panta viðtal við sig í erlendum sjónvarpsþætti með góðu áhorfi og fara þar að þylja upp einhver ragnarök  er grátlegt.

 Nýkominn af gossvæðinu þar sem menn standa frammi fyrir hrikalegum hlutum og eru sumir komnir á fremstu nöf vegna andlegs og líkamlegs álags.


Það verður góður dagur þegar  ábúandaskipti verða á Bessastöðum. 



 Já,  dyggir lesendur síðunnar fá bestu óskir um gleðilegt og gjöfult sumar og þakkir fyrir veturinn frá Dalsmynnispakkinu.

 
Flettingar í dag: 2233
Gestir í dag: 168
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433161
Samtals gestir: 39971
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 18:36:53
clockhere