19.04.2010 20:31

Útigangsfé heimtist af fjalli.

 Það eru ekki ýkja mörg ár síðan það taldist til tíðinda ef kindur voru að heimtast þegar komið var fram á vetur.

 Það eru ekki fréttir lengur, og reyndar frekar tíðindi ef ekki eru að koma fram kindur frameftir öllum vetri  eða útigengið fé komi fram að hausti.

 Þegar mín heittelskaða brá sér í fjallgöngu á laugardaginn voru 5 kindur  það fyrsta sem hún sá þegar kom hér inn á dalinn.

 Þó ég hafi farið nokkrum sinnum og síðast fyrir um 10 dögum og skannað þennan hluta fósturjarðarinnar, ekki einungis með arnfránum augum heldur með alvöru sjónauka í þokkabót( Zeiss) kom þetta mér ekki á óvart.


Góður dagur fyrir Snilld og Vask, sem komust í alvöru kindahasar þó þessar kindur væru reyndar ljúfar eins og lömb. (Eða þannig). Hér eru þau búin að ná tökum á hópnum,  til að stilla honum upp fyrir myndatöku.
 Þessar kindur virðast hafa lagt af stað í slyddubylnum sem gerði fyrir stuttu og stoppað hér á dalnum hjá mér, sem sýnir að þær hafa gott vit á landgæðum.

 Þetta voru vel agaðar kindur allar á öðrum vetri, nema hrútlambið sem fylgdi þeim af mikilli
trúmennsku. Hrússi hefur væntanlega gulltryggt það að eigandinn hefði eðlilegan arð af þessu búfé sínu þrátt fyrir lágan fóðurkostnað.

 Og eftir mildan vetur var féð í prýðilegu ásigkomulagi.



 Já þetta var alvöru vesturbakkafé frá sveitunga mínum en hrússi var mikill ræktunarbolti af Austurbakkanum.

 Þó vinir mínir af Austurbakkanum séu nú svona dags daglega oftast til margvíslegra vandræða klikka þeir aldrei þegar á reynir.

 Eins og þið sjáið er þetta a.m.k. 90 stiga hrútur sem  Ásbjörn lánaði  í málið, og ljóst að þau lömb sem útúr þessu ævintýri koma munu ekki gefa sæðislömbunum neitt eftir.

 Já bara að gera meira af þessu í kreppunni.emoticon

Flettingar í dag: 597
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 431525
Samtals gestir: 39854
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 04:24:41
clockhere