18.04.2010 07:39

Verður vöntun á innfluttum áburði í vor ??

 Já það eru breyttir tíma eftir að svikamylluveislunni lauk og nú virðist hugsanlega stefna í einhvern áburðarskort fyrir sumarið.

 Þegar hefur einn áburðarsalinn hætt að taka við pöntunum á áburði og annar er búinn með algengustu tegundirnar sem hann býður upp á þetta árið.  M.a. köfnunarefnisáburðinn.

  Skýringarnar eru annarsvegar varfærin innkaup og þó þessi staða komi þetta snemma upp, virðast þeir ekki geta útvegað viðbót frá birgjum sínum/ framleiðendum úti.


 Nú fer að styttast í áburðardreifinguna og eins gott að ekki vanti áburðinn þegar kemur að því.

 Hinsvegar segja sölumenn mér að bændur séu upp til hópa að kaupa meiri áburð en s.l. ár, sem bendir aftur til þess að menn telji sig hafa skorið meira niður áburðarkaupin í fyrra en skynsamlegt er, til að fá nægjanlega uppskeru. 



  Sáningin í byggakrana er svo hafin eða að hefjast þessa dagana . Þó er rétt að taka fram, að þó  manni hætti til að bera sig mannalega hér á blogginu þá eru þessar myndir  nú ársgamlar.

 Já vorið er að koma, þrátt fyrir eldgos með öllum þeim skelfingum sem því fylgir og vonandi finnast áburðasalar sem ráða við síðbúnar pantanir.emoticon



Flettingar í dag: 2766
Gestir í dag: 533
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427831
Samtals gestir: 39447
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 18:47:06
clockhere