09.03.2010 22:41

Heilsufarshugvekja mánaðarins.

 Fyrir margt löngu þegar maður var ungur og orkumikill og allt var svo miklu betra en gott, finnst mér að heilbrigði landans hafi verið með allt öðrum og betri hætti.

 Á þessum tíma lifðum við líka  mun fleiri á alvöru fæði, enda hesthúsuðu skerbúar tvisvar til þrisvar sinnum meira af spikfeitu lambakjöti per íbúa en í dag. Mjólkina drukkum við eins og vatn og smurðum hnausþykku smjöri ofaná hveitibrauðið okkar.

Og það var ekki búið að finna upp heilsuræktarstöðvarnar.

'A þessum tíma gekk árlega yfir landið, fyrirbrigði sem var kallað Flensan.

 Hún fór að stinga sér niður snemma árs og lauk sér af seinnipart vetrar.
Og einstaka maður fékk kvef ef hann ofmat sólin og ofkældist.

 Í dag er þetta þannig ef tveir menn koma saman er a.m.k annar þeirra hóstandi.

Ef hinn er ekki hóstandi er hann annaðhvort nýbúinn að ná sér eftir erfiða umgangspest eða á rétt eftir að fá hana.
 Og flensurnar koma hver á fætur annarri allt árið og eru misjafnlega krassandi.

Þær kröftugustu eru skírðar eftir stofnum í dýraríkinu sem fundu þær upp og komu þeim síðan í dreifingu hjá mannfólkinu. Svo sem fuglum og svínum.
 Þessar aumari flensur heita  einhverjum bók og tölustöfum enda gleymast þær jafnharðan og ný tekur við í flensuhringrásinni.
 Þar sem undirritaður heldur sig að mestu við alvörufæðið sem að ofan er lýst, er hann með afbrigðum heilsuhraustur (7-9-13) og verður lítið var við þessa óáran.

 Rétt er þó að taka fram að þegar hann veikist verður hann alveg ofboðslega veikur og lítill í sér.

En það er sjaldgæft.

Og það eru einhverjir áratugir síðan hann fór í flensusprautu, enda sprautunálar alltaf jafn ógnvekjandi.

 En nú lítur út fyrir betri tíð með blóm í haga.

Allt bendir til þess að þróun æseifruglsins síðustu mánuðina muni koma okkur a.m.k. 40 ár aftur í tímann.
 Þá er náttúrulega sjálfgefið að auka lambakjötsframleiðsluna sem getur orðið nokkuð sjálfbær þegar farið verður að beita skógarlöndin allt árið á nýjan leik í gjaldeyrisskortinum.

Og hóstinn mun hverfa og flensurnar halda sig utan landsteinanna hjá vonda fólkinu í Bretlandi og Hollandi. emoticon
Illþýðið á norðurlöndunum sem ekki vill lána okkur peninga nema með skilyrðum skyldi líka passa sig.emoticon 

 Og ástkær forseti vor losnar við hina hvimleiðu fjölmiðla sem eru sífellt að ónáða hann þessa dagana.emoticon 
 
Flettingar í dag: 2072
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433000
Samtals gestir: 39926
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 10:28:55
clockhere