21.01.2010 09:35

Lífsval, ríkisbankinn og Icesave.

Þegar Icesave "snilldin" stóð sem hæst er talið að um 1 milljarður kr. hafi runnið inn í landið daglega, af þeim innlánum.

 Og menn voru í vandræðum með allt þetta fé í höndunum.

Landsbankinn gerðist  stór hluthafi í Lífsval og hefur væntanlega fjármagnað  félagið eftir þörfum í umsvifum þess.

 Í þeim fjárfestingum sem félagið lagði í var ekkert verið að prútta um krónur eða aura.

Þetta leiddi síðan til þess að verð á jörðum og framleiðslurétti fór í himinhæðir sem var gott fyrir bændur á útleið , en vont fyrir hina sem eftir sátu.

Því er löngum haldið fram að það sem fer upp komi niður aftur, og við eðlilegar aðstæður ætti það að eiga við um verð á þessum eignum og framleiðsluréttindum, ekki síst ef um brotlendingu verður að ræða.

 Það vakna hinsvegar margar spurningar þegar kemur í ljós að ríkisbankinn ætlar sér í stórfelldan búskapar og jarðeignarekstur.

 Nú er verið að leita að fjárfestum til að koma inn í stað þeirra hluthafa sem sprungu eða eru að springa á limminu, en Landsbankinn sem er trúlega  að yfirtaka félagið mun halda sínum eignahlut áfram.

 Og vafalaust verður sami gamli leikurinn endurtekinn.

Byrjað verður á að afskrifa "hæfilegan" hluta af kúlulánum þrotabúsins.

Nýir hluthafar (gamlir vinir) fá síðan að yfirtaka eftirstöðvar skuldanna og fá svo smá kúlulán í viðbót.
Allt að sjálfsögðu með veði í þessu arðvænlega fyrirtæki.

Svo er bara að byggja fleiri fjós, kaupa jarðir með laxveiðihlunnindum og girnilegum vatnsréttindum.

Gott að eiga sem  mestar eignir fyrir bretana þegar bullið hættir og brotlent verður í icesavemálinu.

Já, svona er nýja Ísland.emoticon 


 
Flettingar í dag: 319
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 425
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 421489
Samtals gestir: 38447
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 09:15:07
clockhere