15.01.2010 12:46

Lífsval ehf. komið í þrot ?

 Lífsval ehf. var/er dálítið merkilegt fyrirbrigði en saga þess verður vafalaust krufin til mergjar áður en lýkur.

 Það stóð í stórfelldum jarðarkaupum meðan á veislunni stóð og á nú trúlega um 80 bújarðir eða jarðeignir. 
 Talið er að markmið félagsins hafi fyrst og fremst verið að fjárfesta í hlunnindum, vatns og námuréttindum þó fjölmargt annað hafi flotið með.

 Sumum þessara jarða fylgdi búrekstur og framleiðsluréttindi og er talið að framleiðsluréttur í mjólk í eigu félagsins sé um 2.500.000 litra.

 Nú er semsagt komið á daginn að öll þessi fjárfesting og umsvif byggðust á lánum að langstærstum hluta og komið að skuldadögum.

 Landsbankinn mun hafa átt um 20 % hlut í fyrirtækinu og trúlega fjármagnað það að öðru leiti (hvaðan skyldi nú sá peningur hafa komið?) .

 Allt bendir því til þess að Landsbankinn sé nú ( eða sé að verða) stærsti jarðeigandi á skerinu og væntanlegi stærsti handhafi greiðslumarks, sem er íhugunarvert út af fyrir sig.

 Það er hinsvegar virkilegt umhugsunarefni fyrir okkur sem lifum og hrærumst í sveitinni hvað nú verður um þessar eignir.

 Væntanlega gerir bankinn sér eins mikinn pening úr þessu og hann mögulega getur, sem þýðir það að  eignirnar verða brytjaðar niður í spað og seldar þannig.

 Nú er mikil og vaxandi eftirspurn eftir framleiðslurétti í mjólk, þökk sé öruggri forustu bændasamtakanna, við að þrengja að framleiðsluheimildunum með öllu móti, væntanlega til að halda uppi verðinu ?

Spurningin er sú hvort þessar framleiðsluheimildir Landsbankans komi til sölu innan skamms tíma.

Gerist það mun mesti þorstinn eftir mjólkurframleiðsluréttindum minnka verulega.emoticon



 
Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1053
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 423649
Samtals gestir: 38560
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 15:10:47
clockhere