14.01.2010 21:00

Hrossa, hunda og fjártamningar.

  Þessi bongóblíða sem hér hefur ríkt og ekki sér fyrir endann á gerir mann ruglaðan í ríminu.

Þegar umræðan í Icesaveruglinu bendir svo til þess að Bretar og Hollendingar séu að missa niður um sig af ótta við mörlandann og munu trúlega áður en lýkur borga okkur fyrir að láta sig í friði, þá fer ekki hjá því að skapið sé enn betra en vanalega. Ekki skemmir svo fyrir að mestöll Evrópa stendur með okkur sem einn maður, ja nema kannski frændur okkar á norðurlöndunum.

 Það var farið í fyrsta útreiðareiðartúr ársins í dag.

 Við forstjóri Hestamiðstöðvarinnar fórum ásamt tamningarliðinu sem lagði á þessa þrjá stóðhesta sem eru þarna í tamningu.


Arnar á Borðasyninum, Bakkusi frá Söðulsholti. Dóri á Hágangssyninum Sindra frá Keldudal  og Iðunn á Parkerssyninum, Funa frá Dalsmynni

 Ég hef aldrei upplifað það áður að vera á ferð með þremur slíkum undir hnakk og við Einar vorum undrafljótir að læra það, að halda okkur og þó sérstaklega hestunum okkar í hæfilegri fjarlægð frá þessum tilvonandi kynbótadýrum. 


 Hundatamningarnar er stundum dálítið stopular þó verkefnin séu næg og undantekningarlaust liggja þær niðri frá því féð er tekið á hús þar til talsvert eftir áramót.

 Gemlingarnir sem fá alltaf nokkrar kennslustundir í því að átta sig á að það eru hundarnir sem ráða voru settir út  í dag.

 Það er nokkrum vikum fyrr en vanalega sem er bein afleiðing af góðu tíðinni.



 Snilld kom þeim á tamningarsvæðið og síðan var skipt um og Dáð sótt.

 Þær voru hreint ekki áhugalitlar eftir þetta langa jólafrí en fljótar að ná áttum.



 Þetta er hefðbundin staða í tamningarvinnunni. Nemandinn í vinnunni og Vaskur fylgist með álengdar tilbúinn að grípa inní ef þörf krefur, stundum fyrr en það er önnur saga.



 Virðingarskorturinn er mikill hjá gemlingunum til að byrja með en nokkrum sek. eftir að þessi mynd var tekin voru nokkrir búnir að átta sig á alvöru lífsins.

  Vonandi helst blíðan jafn lengi og íslendingar endast við að  bulla sig frá vandamálunum. emoticon
Flettingar í dag: 233
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1053
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 423682
Samtals gestir: 38564
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 19:05:40
clockhere