10.12.2009 23:34

Ósnortið votlendi. - Enginn mófugl??


Það var meiri spenningur í loftinu á leiðinni á greni þetta kvöld en oft áður.

Það var ekki nóg með að það væri á nýju grenjavinnslusvæði (fyrir okkur) heldur var þetta fyrsta láglendisgrenið sem við myndum kynnast ef á annað borð væri á því.

  Við þekktum bara til fjallagrenjanna í Eyjarhreppnum en nú var ferðinni heitið í flóana sem lágu milli Laxár í Miklaholtshreppi og sjávar. Þarna var vitað um tvö greni, annað vestur við Straumfjarðará hitt neðan Miklholts.



 Þetta var í okkar augum gríðarlegt flæmi sem skiptist í flóa og holt sem stóðu mismunandi hátt uppúr landinu.

 Þetta mátti kallast algjörlega ósnortið land að langstærstum hluta.

Einungis reiðgatan með sjónum að sunnanverðu og slóði með Laxánni að norðanverðu.
Um meginhluta þessa svæðis kom ekki nokkur sála, nema eftirlegukindur voru sóttar að hausti ef þær skiluðu sér ekki sjálfar.

Engin tilraun hafði verið gerð til þurrkunar langstærsta hluta þessarar víðáttu.


Skyggða svæðið hér, tekur yfir stóran hluta þessa svæðis, sem er komið á náttúrumimjaskrá.
Vegurinn vestur á Nes sést  fyrir ofan miðju á kortinu.

   Það var logn og hljóðbært, þungur sjávarniðurinn heyrðist vel þegar við höfðum komið okkur fyrir við Miklaholtsgrenið, þar sem var búskapur  þetta vorið sem endranær.

 Við höfðum þó ekki legið lengi þegar við áttuðum okkur á því að hér væri eitthvað mikið að.

  Það var nánast ekkert fuglalíf þarna svo langt sem við sáum og heyrðum.

 Þarna var þó greinilega töluvert af kjóa sem greinilega var á hreiðrum víðsvegar um flóana.

Síðan sáum við og heyrðum í nokkrum spóum sem virtust þó ekki á hreiðrum og jafnvel stakir.

 Einn stelk sáum við síðan flögra þarna um.
Enda var kjóinn eini fuglinn sem agnúaðist í lágfótu þar sem hún var á ferðinni um svæðið.

Það er skemmst frá því að segja að áður en sumri  lauk, höfðu unnist á þessu svæði 5 greni, en  þrjú ný fundust til viðbótar þeim tveimur sem vitað var um.

 Sjötta grenið fannst árið eftir og tvö hafa fundist síðan.


Fyrstu tvö vorin leiddi út í þessu holti hér.  Það er orðið þröngt um á svæðinu,  þegar svona grenstæði er notað enda innan við km. í næsta greni.


 Þegar holtin voru leituð, fundum við meðal annars 5 rústuð rjúpnahreiður þar sem rjúpan hafði greinilega verið étin við hreiðrið og eggin sömuleiðis.


    Auðveld bráð.                                                                                       Mynd af Fuglar.is. Sig. Ægisson

Það fyllti okkur grunsemdum um það, að talsvert væri af gelddýrum á svæðinu, enda var á öllum þessum grenjum árið eftir.

Síðan hefur oftast verið á tveim grenjum á þessu svæði og  a.m.k  eitt óþekkt greni í framleiðslu.

                                                                              
Flottur, og óaðskiljanlegur hluti af náttúrunni, en ef íslenska lífríkið eitt og óstutt, á að takmarka fjölda íslenskra refa, munu þeir sem á annað borð hafa augu og eyru opin í íslenskri náttúru, sjá gríðarlegar breytingar.

 Nú er hinsvegar orðin mikil breyting á fuglalífinu en það tók nokkur ár fyrir fuglinn á ná sér á strik.

 Þetta var árið 2002 en 2006 voru a.m.k. 6 rjúpnapör sem komu ungum úr eggi þarna í holtunum.

 Nú fer umhverfisráðherra í fararbroddi þeirra sem vilja gefa refnum eftir íslenska náttúru eins og hún þó er, eftir að fjölda dýra í refastofninum hefur verið haldið niðri öldum saman.

 Og fræðingarnir sem héldu því fram  áratugum saman að skotveiðar hefðu engin áhrif á rjúpnastofninn hafa nú snúið þeim fræðum upp á refinn og segja afföllin svo mikil á fyrsta árs dýrunum að óþarfi sé að vera að skipta sér af lágfótu.




Ætli þeir trúi því sjálfir???emoticon 
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 424591
Samtals gestir: 38805
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 07:31:31
clockhere