08.12.2009 09:02

Sauðfjárblogg fyrir rollunördana.

 Eftir rokbeljanda í fleiri vikur en ég vil muna, er nú brostin á bongóblíða á Nesinu.

Þó sólin mætti nú vera talsvert mikið lengur á lofti.

 Það eru miklir bölsýnismenn sem trúa því ekki staðfastlega í dimmasta skammdeginu, að vorið verði alveg meiriháttar gott.

   Lambakóngarnir í vor.

 Þó Dalsmynnisbændur fái sín bölsýnisköst öðru hvoru, þá vitum við að vorið verður gott og þá er auðvitað í lagi að sauðburðurinn byrji snemma.

Við erum nú samt trúlega töluvert raunsærri í þeim efnum en frúin á Garðskagatánni.

 Hrúturinn er semsagt kominn í gemlingana og sæðingar byrjuðu í gær.


               Sá gamli er sallarólegur þó hann sé nú bara hafður í að plata þær kindur  að, sem eru að ganga.
        Enda mun hans tími koma.

Það er stefnt á að sæða allar ær sem ganga, meðan sæði fæst frá BV og síðan mun tími hrútanna koma í framhaldinu.

 Nú er frúin búin að prenta út uppgjörið fyrir síðasta rolluár og þó við séum nú ekki að slá út Skjaldfannarbændur ( enn) unum við sátt við okkar.


 Gemlingarnir sýna hvernig lærin eru í laginu.

Fullorðnu ærnar voru að skila 34.1 kg. eftir á með lambi. Meðalfj fæddra lamba 1.95 á kind.


Tvílemban                             37.1.kg.
Einlemban                            18.6.kg.

Eftir hverja á .                         33. kg.

Veturgömlu gimbrarnar sem voru með flesta móti eða 40 voru með 1.20 fædd lömb á kind.

Tvílemburnar skiluðu             30.2 kg.
Einlemburnar.                      18.7 kg.
Á með lambi.                       20.7 kg.

Og eftir hverja veturgamla á.  17.5.kg.


 Já, það er bara stutt í að lambám verði sleppt niðurfyrir. Þá er eins gott að hundarnir passi uppá biðskylduna.

 Kindurnar eru nú hálfgerðar hornrekur í búskapnum hér, en nú eru betri helmingar bændanna orðnar fullar af eldmóði í sauðfjárræktinni.

 Það mun væntanlega þýða mikið ris í afurðalínuritinu.

Flettingar í dag: 149
Gestir í dag: 99
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 424626
Samtals gestir: 38828
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 09:15:25
clockhere