06.12.2009 23:34

Ungfolasýningin í Söðulsholti.

 Stundum finnst manni að hrossaliðið í Söðulsholti eigi sér nú ekkert líf þegar raðað er á hverja helgina eftir aðra námskeiðum eða einhverjum uppákomum.


 Í gær var blásið til ungfolasýningar þar sem kepptu eins til þriggja vetra folar í þeim verðleikum sem sjánlegir eru á ótömdu ungviðinu.

 Þarna mættu 21 stórættaðir gripir hver öðrum efnilegri.

Mest voru þetta vígalegir brokkarar, en þarna sáust þó talsverðir töltarar og einstaka greip á öllum gangtegundum,.


Ég er alltaf veikur fyrir töffurum eins og honum Sparisjóð frá Hallkelsstaðarhlíð. Hann var í miklu stuði en komst aldrei í sýningargírinn. Trúlega er meiri innistæða eftir í honum en nafna hans.

 Veturgamla flokkinn vann Álfssonurinn,  Ábóti frá Söðulsholti og var hann jafnframt næst stigahæsti folinn í keppninni.

 Það var Dynssonurinn, Dynkur frá Borgarlandi sem vann tveggja vetra flokkinn og var jafnframt valinn fallegasti folinn af áhorfendum.

Þriggja vetra flokkinn vann Parkerssonurinn Funi frá Dalsmynni og var hann jafnframt stigahæsti folinn.


 Sprett úr spori eftir verðlaunaafhendinguna. Fremstur , Illugi , Dynkur. Ábóti og Funi.



 Róbert afhendir verðlaun og Inga Dís fylgist með að hann klúðri ekki neinu.


Eitthvað mikið að hjá þessum náunga að liggja í símanum á svona hátíðisstundum með peninginn í hendinni.

 Funi var tekinn ínn í vikunni og nú tekur alvaran við en farið verður að eiga við hann eftir því sem andlegur þroski leyfir..

Veturinn sker svo væntanlega úr um það hvort hann lendir í reiðhestaflokknum eða í hörðum heimi graðhestanna, þar sem margir eru til kallaðir en fáir útvaldir.

 Já, maður vonar það " besta" .emoticon

Og svo er það folaldasýningin í janúar.emoticon

Á Söðulsholtsíðunni er farið rækilega yfir sætaröðun í aldursflokkum og síðan er fullt af myndum af allskonar glæsigripum.

 

Flettingar í dag: 2161
Gestir í dag: 142
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433089
Samtals gestir: 39945
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 14:39:00
clockhere