04.12.2009 11:33

Skrámur - Og " besti " fjárhundur landsins !!

 Þó ég geri yfirleitt lítið úr langminni og ýmsum andlegum hæfileikum hundanna er ljóst að fátt kemur Skrámi á óvart þegar hann skondrast hér um svæðið.


      Skrámur fjær, Glókollur nær að kanna heiminn í júní 2003.

  Eftir að hafa fengið að taka rækilega á því víðsvegar í Vesturbyggð í haustönnunum er hann kominn í smá orlof á æskuslóðirnar.



   Einhverntíma þegar ég hélt skammarræðu yfir eigandanum fyrir að hafa ekki nennt að temja hundinn almennilega sagði hann hinn rólegasti. " Þetta er nú  alveg rosalegur karakter."
 
 Síðan hef ég ekki minnst á tamninguna á Skrám, enda ljóst að fyrst Halldóru hefur ekki tekist að kenna Jóa að skammast sín, er það ekki á mínu færi.



 Hér er Glókollur bróðir Skráms sem er búsettur í Blöndudalnum.

 Ég kem þar yfirleitt árlega til að fylgjast með afrekum hans í rolluharkinu.

 Það kom nú samt einhver efasemdarsvipur á mig þegar Sigurður Ingi lýsti því yfir að Glókollur væri besti fjárhundur á öllu Íslandi.

 Eftir að hann hafði rökstutt það nánar, var ljóst að þetta hógværa og hlutlausa mat bóndans var illhrekjanlegt.

 Enda Húnvetningar og sér í lagi Blönddælingar ekki þekktir fyrir að fara frjálslega með staðreyndir.

 Það var því miður enginn heima þegar ég ætlaði að sníkja kaffi þar í sumar.

Svo spurningunni um hvort besti fjárhundur í !" heimi," sé kannski á vappi í Blöndudalnum er því  ósvarað. emoticon



Flettingar í dag: 2105
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433033
Samtals gestir: 39935
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 12:17:25
clockhere