17.11.2009 08:35

Refaveiðarnar. Ríkið, möppudýrin og mófuglinn sem tjónast.

 Nú stefnir í að ríkið hætti að taka þátt í refaveiðunum.

 Það hlálega við þennan " sparnað" er það að við grenjavinnsluna vinna undantekningarlítið verktakar sem skila ríkissjóði VSK af öllum reikningum. Sýnt hefur verið fram á að tekjur ríkisisins af  virðisaukaskatti vegna refaveiðanna er meiri en þessar millur sem hafa farið í endurgreiðsluna.

 Enda er það gamalt baráttumál sveitarfélaganna að fá endurgreiddan vaskinn vegna veiðanna.



Verði þetta að veruleika mun margt breytast í refaveiðinni. Hluti sveitarfélaganna mun halda áfram veiðunum en þjarma að veiðimönnunum með greiðslur fyrir verkið.

 Önnur munu leggja af skipulegar veiðar og bændur og áhugasamir veiðimenn sinna þessu skipulagslaust.

 Þetta mun þýða það að skýrsluhald umhverfisstofnunar vegna veiðanna mun leggjast af, því forsendur endurgreiðslunnar voru nákvæmar veiðiskýrslur  frá veiðimönnum/sveitarfélögum.

 Ekkert sveitarfélag mun skila inn veiðiskýrslum vegna refaveiða komi þetta til framkvæmda .


 Í þessu  greni hefur framleiðslan verið 5-8 hvolpar á ári. Það sést fljótt á umhverfinu þegar þeir fara að berjast fyrir lífinu

 Ég þekki persónulega vel hvað skeður, þegar stærð refastofnsins takmarkast af afkomumöguleikum þeirra á veiðisvæðinu / óðalinu sínu sem minnkar sífellt eftir því sem fjölgunin verður meiri.

 Mófuglinn þurrkast fljótlega út því þó rebbinn sé klókur um margt rányrkir hann fuglinn og hreinsar gjörsamlega upp egg og unga.
 Mér hefur sýnst að mófuglinn sé ótrúlega staðbundinn, því það tekur mörg ár fyrir svona svæði að ná sér upp eftir að búið er að koma refastofni svæðisins í skaplegt horf.

Þegar svona " offjölgun" verður og mófuglinn þrotinn er stutt í að rebbi snúi sér að lömbum og síðan fullorðnu þegar kemur fram á haustið.











Dýrbitið lamb sem hefur ekki verið bráðfeigt.
Mynd af kelduhverfi.is
 
 Skynsamlegt væri hjá þessari krísuríkisstjórn ef halda á því til streitu að hætta aðkomu að refaveiðum að taka upp endurgreiðslu virðisaukaskatts af veiðunum.

 Með því myndi kostnaður margra sveitarfélaganna standa í stað og veiðiskýrslurnar skila sér inn.

 Ef niðurstaðan verður hinsvegar sú að skipuleg refaveiði leggist af í mörgum sveitarfélögum væri skynsamlegt að setja pening og atvinnulaus möppudýr í að fylgjast með  hvað gerist úti á mörkinni þegar rebbanum fjölgar.

En nú um stundir er það víst ekki skynsemin heldur örvæntingin sem ræður ríkjum.   emoticon

 Og hetjur lyklaborðanna munu fara á því meiri kostum um málið, sem þeir vita minna um lífríkið.

Flettingar í dag: 634
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420634
Samtals gestir: 38344
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 21:07:44
clockhere