15.11.2009 08:05

Löngufjörur, náttúruminjaskrá, friðun, hverfisvernd ??

 Nú er vinnan við Aðalskipulag Eyja - og Miklaholtshrepps á lokasprettinum.

 Það var um 1996 sem talsvert landsvæði í sveitarfélaginu var sett á náttúruminjaskrá. Það var að sjálfsögðu gert án nokkurs samráðs við landeigendur sem hrukku sumir við, að sjá  landið sitt skyggt á ýmsum kortum án þess að vita nokkuð hvað það þýddi

 Það að land fari á náttúruminjaskrá hefur ekkert með nýtingu þess að gera en bendir á að þarna séu ýmis náttúruleg verðmæti fyrir hendi.


 Þetta svæði nær yfir Löngufjörur þar sem þær liggja í sveitarfélaginu. ströndina og ósnortna votlendisflóa í landi. 

 Þetta svæði nær frá og með Stakkhamarsnesi í vestri að Haffjarðará í austri og kemur við lönd 11 jarða. 

 Við skipulagsvinnuna kom fram sú hugmynd að athuga hvort áhugi væri á því hjá landeigendum að friða þetta svæði eitthvað frekar.
 Á fundi með þeim í gær kynnti Guðrún Jónsdóttir arkitekt sem sér um skipulagsvinnuna,  þá möguleika sem felast í friðun svæðisins og möguleika heimamanna í því að móta reglur um friðunina ef þeir tækju frumkvæðið í því.


    Jökull Helgason byggingarfulltrúi. Guðrún og oddvitinn  Eggert Kjartansson.

 Það fór nú eins og ég vissi, að þeir landeigendur sem þarna mættu höfðu dálítið takmarkaðan áhuga á því að koma sér undir ofurvald stóra bróðurs. Menn höfðu greinilega takmarkað álit á 
" sérfræðingunum" sem kæmu til með að fjalla um alla mögulega og ómögulega hluti í friðlandi.

 Sérstaklega var bóndinn sem lenti " blásaklaus "  í " kexrugluðum" eða allavega afar smásmugulegum landverði uppi á hálendinu í sumar ákaflega var um sig. Hann ætlar ekki að upplifa þá reynslu aftur á fjörunum hjá sér.

 Mér hefur hinsvegar þótt áhugavert í þessu máli sá möguleiki að setja hverfisvernd á tiltekið svæði eða mannvirki.

 Þá geta þeir sem er umhugað um að varðveita eitthvað á landinu sínu sett á það hverfisvernd í samráði við sveitarstjórn. Sveitarstjórnin setur reglurnar um varðveisluna og svæðið er merkt inná skipulagið. Þetta gæti átt við stór svæði eða lítil, t.d  heilu landsvæðin, álagablett, leyfar af gömlum  mannvirkjum, rústir ýmiskonar o.sv.frv.

 Þarna yrðu það semsagt heimamenn sem véluðu um hlutina frá upphafi til enda og settu reglurnar.

 Þetta var fínn fundur og niðurstaðan afdráttarlaus.

  Ekkert friðland í bili,  enda ágætlega friðvænlegt þarna niðurfrá í augnabliki
nu.  emoticon
 
Flettingar í dag: 709
Gestir í dag: 114
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420709
Samtals gestir: 38352
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 21:37:32
clockhere