27.10.2009 23:59

Haustverkin og óstarfhæf björgunarsveit.

 Það gengur mikið á þessa vikuna því nú er keppst við að ljúka haustverkum áður en veturinn hellist yfir.

  Ég var að plægja um helgina þá akra sem ekki verður borinn á búfjáráburður,  sem er að sjálfsögðu plægður niður. Sama á við um túnin sem plægð verða og tekin í byggrækt í 2-3 ár, áður en sáð er í þau grasfræi á ný.


  Svona var útsýnið á sunnudaginn  ( plæging uppá 9,5) og til að bæta fyrir  eða fullkomna helgidagaspjöllin var hlustað á dómkirkjuprestinn í útvarpsmessunni.  Góð ræðan hjá honum Séra Hjálmari.

 Í dag var síðan byrjað á að hræra upp í haughúsinu en það verður væntanlega keyrt út úr því á fimmtudag og föstudag.
 Tað/hálmhaugarnir verða svo hugsanlega afgreiddir í framhaldinu, nú eða geymdir í eitt ár enn, eftir því hvað menn verða brattir við að koma þeim á akrana. Í stöðugt hækkandi áburðarverði er gróðinn svo mikill að eiga þá, að kannski borgar sig að geyma þá aðeins lengur

 Björgunarsveitin á svæðinu var síðan næstum óstarfhæf í dag, því þeir virkustu þar voru sprautaðir við svínaflensufárinu í gær. Þeir urðu síðan mismunandi fárveikir af sprautunni og ég sem hafði enga samúð með yngri bóndanum, fullvissaði hann um, að  trúlega hefði hann verið búinn að smitast og fengi flensuna nú af tvöföldum þunga.

 Já, nóg að gera í sveitinn og ekkert minnst á þetta óunna sem er búið að vera á 6 ára áætluninni í , ja nokkurn tíma.emoticon 

Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418872
Samtals gestir: 38055
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:28:20
clockhere