14.10.2009 22:59

Niðurstöðurnar úr Hvíta Húsinu.

 Mér leist ekki á blikuna þegar ég virti fyrir mér lambahópinn eftir fyrstu smölun haustsins.

 Ég huggaði mig við að þau væru blaut og ekkert að marka þó þau sýndust í minna lagi og alltof mörg undirmálslömb í hópnum.



   Meðfædd bjartsýnin fór þó að aukast eftir því sem leið á haustið og þegar náðust nógu margar nothæfar ásetningsgimbrar var ljóst að fjárræktin myndi sleppa til þetta árið hvað ræktunin varðaði.

 Það dugar hinsvegar engin meðfædd bjartsýni til að gera gott úr fjárhagslegu hliðinni á dæminu.



 Enda vita allir að fjárbúskapurinn hér, er bara til þess að eitthvað sé fyrir hundana að gera.



Og auðvitað húsmæðurnar. 



 Það voru svo að berast innleggstölur og þó gerðin lækkaði milli ára og fitan hækkaði, þá voru bara búnar til eðlilegar skýringar á því og allir urðu hamingjusamir.

  Meðalvigtin endaði í 17,64 kg.
  Gerðin var.              9.64
  Og fitan                  7,55

 Þannig að það er hægt að bæta ýmislegt enn. sem betur fer.

 Og nú styttist í að hinum árlega rolluhring ljúki. féð verði tekið á hús og ný hringferð hefjist með því að lögð verði drög að litlu lömbunum sem líti svo dagsins ljós í vetrarlok.

 Nei , nei, ég ætla ekkert að enda þetta með því að nú sé erfiður vetur framundan.emoticon
Flettingar í dag: 493
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2486
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 447794
Samtals gestir: 41396
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 05:12:27
clockhere