02.09.2009 22:46

Þresking hafin í Eyjarhrepp hinum forna.


  Nú var allt þreskidótið sett á fulla ferð í dag, enda miklar rigningaspár framundan. Bæði í kortunum og samkvæmt Einari Sveinbjörns.

 
  Hér er fyrsti vagn haustsins um það að fyllast en svona vagn er að skila okkur tæpum 5 tonnum af fullþurrkuðu byggi.

 Það voru þresktir um 12 ha. sem voru með Olsok yrkinu. Þetta voru akrarnir sem fyrst tókst að sá til í vor og þurrefnisprósentan sem var um 65-7 % hefði gjarnan mátt vera mun meiri.-

 Ekki var talið ráðlegt að bíða lengur með þá, enda var kornið farið að rýrna ( falla niður) á undangengnum rokdögum. Samkvæmt Jónatan Hermanns. er ekki að vænta aukningu á fóðurgildum eftir að um 60 % þurrefni er náð en þurrkunarinnar vegna viljum við gjarnan sjá mun hærri þurrefnisprósentu.


 Svona leit þetta út en það bar fullmikið á græna litnum þegar þetta var komið í vagninn.

Það líkar okkur þurrkunarmönnum illa, bæði þessum sem enn tilheyra frömmurunum og okkur hinum.

Langstærsti hluti akranna sem eru yfirleitt mikið sprottnir og virðast ætla að skila metuppskeru, eru vel grænlitaðir enn.

 Ég hef það á tilfinningunni að mýrarakrarnir hafi verið að losa óvenju mikið köfnunarefni á þessu hlýja og þurra sumri.



 Hér sést Söðulsholtsbóndinn velta því fyrir sér áhyggjufullur á svipinn hversu mikið af þessu fallega Pilvíbyggi muni fjúka eða lenda maga gæsarinnar, en þetta er síðasti akurinn sem sáð var í sl. vor um miðjan maí.
Olsokakurinn að ofan var sá fyrsti.



 Ef allt fer á besta veg mun þetta Pilvíyrki hér skila óhemju uppskeru og feikimiklum hálmi sem menn binda vonir við að geti skilað meiri tekjum en sjálft byggið ef rétt er á málum haldið og tíðarfarið er viðunandi.

 Nú er bara að krossleggja fingur og bíða eftir meiri þroska og góðum þurrki í framhaldinu.

Það er nú bara hógvær bón á þessum síðustu og verstu.emoticon


Flettingar í dag: 404
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 424881
Samtals gestir: 38844
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 11:43:37
clockhere