01.09.2009 22:40

Að lokinni landskeppni.

 Þó ég væri illa fjarri góðu gamni lauk Landskeppni smalahunda farsællega á sunnudaginn.

 Keppendur í A og B flokk fá að spreyta sig tvisvar í brautinni og hærra skorið skipar þeim í sæti í keppninni.

 Þau Mac í Eyrarlandi  og Dot í Móskógum höfðu nokkra sérstöðu þarna, en bæði eru tamin erlendis sem keppnishundar og flutt inn þannig. Það er ljóst að við hérna á skerinu eigum sittthvað eftir ólært í tamningarfræðunum en skemmtilegt að sjá hvernig nýir eigendur voru komnir með fulla stjórn á þeim og jafnvígir á flautið og töluðu skipanirnar.
 
 Það var áberandi hvað hlýðnin var algjör og viðbrögðin eftir því. Vinnulagið var líka óaðfinnanlegt og þegar þetta fer saman  er árangurinn góður þó kindurnar væri ekki sérlega meðfærilegar. 


  Hér er Dot að búa sig undir að kenna rollunum smá lexíu  í umgengni við alvöru fjárhunda. Það tókst  svo ágætlega.

 Það voru Hilmar í Móskógum og Dot sem  unnu A flokkin með 88 stigum sem er frábær árangur.

Varsi og Mac voru í hælunum á þeim með 86 stig sem er líka frábær árangur.
Varsi og Lýsa frá Hafnarfirði náðu síðan þriðja sætinu í A flokknum.
 
Hilmar vann þennan flokk í fyrra með tíkina Týru svo það þarf eitthvað að fara að gera í þessu.

Efstur í B flokknum var Reynir Þór á Hurðarbaki Með TúTú frá Daðastöðum .Reynir kom sterkur inn í sína fyrstu keppni og verður gaman að fylgjast með honum að ári, sýna hvað hann verður búinn að gera úr þessum snilldarefnum sem hann er með.

Allt um önnur úrslit hér.http://smalahundur.123.is/

  Það voru hundarnir á A flokknum sem voru að ráða við þetta fé, enda góðir vinnuhundar slípaðir í allskonar aðstæðum.
 Mér fannst eftirminnilegt þegar að Sverrir í Ytra Lóni sendi Prins af stað í úthlaupið og Prins fór á fullri ferð beint á eftir kindunum úr síðasta rennsli, sem nýbúið var að reka  af vellinum heim að bænum.
 Eitt snöggt flaut sneri honum á punktinum og í beinu framhaldi stutt skipun og hann fór á fullri ferð í átt að réttu kindunum sem hann sá fyrst í framhaldi af því. Þó honum hefði mátt ganga aðeins betur í brautinni leynir sér ekki að þarna err afburða fjárhundur á ferðinni.

  Hér skipta þeir Sverrir og Prins hópnum léttilega.

Já það er gaman að þessu þó gangi á ýmsu.emoticon

Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 424520
Samtals gestir: 38754
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 03:37:17
clockhere