27.08.2009 19:19

Helmingi fleiri folöld en í fyrra.

 Hafi einhver velkst í vafa um að nú sé hrossaræktin tekin föstum tökum er rétt að upplýsa að það eru helmingi fleiri fædd folöld núna en í fyrra.

 Það skal þó tekið skýrt fram að ekki mun verða um sömu þróun að ræða framvegis.

Að það skuli hafa dregist úr hömlu að kynna þessa markvissu ræktun hér á netinu er fyrst og síðast hirðljósmyndaranum að kenna sem hefur sinnt þessu verkefni af nokkru kæruleysi.



 Hér er það hún  Þöll frá Dalsmynni. M. Dögg frá Kjarnholtum og F. Sindri frá Keldudal.



 Og hér er gefið í af nokkurri hógværð.



 Hinn helmingurinn af folöldunum er litli bróðir hans Funa míns, Dökkvi. F. Eldjárn frá Tjaldhólum M. Von frá Söðulsholti. Liturinn verður greinilega einhver allt annar en bókaður var í vor.



 Þangað til annað sannast tel ég mér trú um að þeir bræðurnir verði vel nothæfir í fjöllin og á fjörunum.

 

  En það vill nú stundum verða langur og krókóttur vegur frá efnilegu folaldi til draumareiðhestsins.

Og ósjaldan brotlending á leiðinni.emoticon

Flettingar í dag: 2261
Gestir í dag: 176
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433189
Samtals gestir: 39979
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 20:23:32
clockhere