20.08.2009 20:34

Langþráð rigning og byggið.


  Mér leið ákaflega vel þar sem ég stóð við eldhúsgluggann  sem rigningin dundi á, með kaffibollann í hendinni og horfði á vatnið streyma eftir veginum.

  Nú koma haustlægðirnar hver á fætur annarri og skraufaþurr jörðin gleypir í sig vatnið án þess að finna fyrir því.



 Svona leit  endinn á akrinum út þrátt fyrir hellirigningu fyrr um daginn. Við sáninguna í vor var hann illfær þarna vegna bleytu.

 Svo er það spurningin hversu langur tími líður þar til við bændurnir gnístum tönnum í vanmætti okkar, þegar veðurguðirnir verði lagstir í rigningu, allt orðið ófært og uppskeran í uppnámi.


 Hér er Lómur til vinstri en Judith hægra megin (á þurra akrinum hér fyrir ofan). Lómurinn er óvanalega hávaxinn og þetta er hvanngrænt enn , enda seint sáð.

 Það lítur út fyrir metuppskeri í bygginu hjá okkur þetta árið, þó stórir áhættuþættir eigi því miður eftir að koma eitthvað niður á henni.



 Hér á svæðinu er verið að sá  Judith, Erkki, Pilvi, Olsok, Skegglu og Lóm. Þetta lítur allt vel út og fróðlegt að sjá hvernig útkoman verður í lokin þegar haustið og veðurguðirnir eru búnir að fara um akrana höndum.

 Já, það er svo stefnt að þreskingu í byrjun sept.emoticon



Flettingar í dag: 2599
Gestir í dag: 273
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 430578
Samtals gestir: 39788
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 22:39:30
clockhere