19.08.2009 20:48

Stóðhestar og læknisráð.


  Hefði einhver sagt mér það fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að fara að fjárfesta í hrossarækt hefði ég hlegið að honum.

 Líklega hefði ég ráðlagt honum að leita sér læknis eða spurt hvort hann hefði gleymt að taka lyfin sín.

 Í Dalsmynni eru nú í gangi tvær stóðhestagirðingar og síðan 4 tittir í þriðja  hólfinu.

 Það eru hálfbræðurnir, Parkerssynirnir Sigur frá Hólabaki og Funi frá Dalsmynni sem halda uppi merki stóðhestanna hér í ár.



 Sigur er alveg rosaflottur á litinn og svo er vonandi eitthvað meira gott til í honum, sem kannski erfist áfram.

 Hann er alveg einstaklega rólegur í girðingunni. Hinsvegar er maður með lífið í lúkunum yfir umferðinni því hólfið er samliggjandi Þjóðveginum og það eru alveg ótrúlega margir sem stoppa og skoða folöldin og hrossin. Ekki hefur samt orðið óhapp enn, þó umferðin sé mikil og hröð þar sem bílarnir stoppa í vegkantinum.


 Funi frá Dalsmynni er stór þrevetlingur og maður fær aldrei nóg af því að horfa á hann hreyfa sig.
Hann ætti að virka vel á fjörunum, þegar náðst hefur samkomulag um að fjarlægja úr honum kúlurnar. Það lítur nú samt  ekki vel út með það samkomulag.



 Hann er ekki eins slakur í skapinu og stóri bróðir og hér er hann að hraða sér í merarnar eftir að hafa þurft að umbera tittina sér til mikilla leiðinda frameftir sumri.



 Hjá hestamiðstöðinni er svo Sindri frá Keldudal í nokkrum hryssum.

+
 Sindri er fjögra vetra og er í sumarfríi frá tamningarstússinu.

 Rétt er að taka fram að tittirnir tilheyra Hestamiðstöðinni.emoticon

Það er gaman að þessu, en heimurinn er harður í stóðhestabísnisinum.emoticon
Flettingar í dag: 275
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 431203
Samtals gestir: 39832
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 03:42:01
clockhere