04.06.2009 22:14

Hvítur stelkur.

  Eins og kunnugir vita er margur furðufuglinn á sveimi í Eyjarhreppnum sáluga.

Fyrir nokkrum árum kom hér í nokkur sumur hvítur stelkur og verpti hér neðan vegar.

Þá stóð nú alltaf til að taka myndir af höfðingjanum en aldrei varð af því.  Þó ekki sé langt síðan hefur orðið stökkbreyting í myndavélatækninni og þegar ég frétti af einum samskonar í Söðulsholti var ekkert gefið eftir með myndatökur og Iðunn  sett í málið.

   Það er nú best að  snyrta sig vel fyrir myndatökuna.



  Svo er að færa sig á rétta staðinn og stilla sér fallega upp, því kannski kemst ég á bloggið hans Svans.
  Já, já,  svona er prófíllinn og það getur vel verið að einhver ættingi minn hafi verið í Dalsmynni í gamla daga. Ég pæli ekkert í ættfræðinni.



 Er stelpan ekki þarna ennþá.



  Já þetta er konan þarna , ósköp venjuleg. Ekkert merkilegt við hana.




   Alveg eins og engill.



 Rétt að taka líka lagið fyrir stelpuna svo hún átti sig á að ég kann sitthvað fyrir mér.






Flettingar í dag: 2161
Gestir í dag: 142
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433089
Samtals gestir: 39945
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 14:39:00
clockhere