13.05.2009 14:43

Fjórhjólið og girðingarvinnan.


Þó stytt sé upp og vori vel í augnablikinu er enn og aftur beðið eftir að þorni um, svo hægt sé að ljúka sáningu.

   Aðal sauðburðartörnin er alveg að bresta á, svo dagurinn var tekinn í girðingarviðhald.

Það eru þó nokkrir km sem þarf að yfirfara og ástandið misslæmt/gott. Hér eru bæði rafmagnsgirðingar og hefðbundnar sem þurfa mismikla yfirhalningu á vorin og síðan þyrfti að girða upp talsverðar vegalendir en það er önnur saga.

 Svo yngri bóndinn var loksins píndur í að gera fjórhjólið skemmtilegt í verkið.



 Hann var forritaður með grunnhugmynd sem hann vann síðan skemmtilega úr. Ég er svo löngu hættur að skipta mér af verklegu framkvæmdinni því það endar bara með skelfingu.



   Ramminn er heildstætt stykki sem smellur í festingar á grindinni og fest með einu splitti.
Og járnkallinn fær sinn stað en þau eru ófá skiptin sem ég hef lent í vandræðum með hann á hjólinu.   Og spilið á sínum stað þegar kemur að strekkingunni í stórframkvæmdum.



  Pallurinn var tiltölulega snyrtilegur í vígsluferðinni og það vantaði ekkert aldrei þessu vant.
Hann á þó eftir að verða dálítið draslaralegur áður en lýkur og þarna mun bætast við rafmagns og gaddavír til viðgerða fyrir næstu ferð.



 Vaskur fékk að sjálfsögðu að koma með því við megum helst ekki hvor af öðrum sjá.
   Snilld og Dáð  komu hinsvegar með til að læra á lífið og tilveruna, m.a. umgangast þjóðveginn og fuglana á mörkinni.

 Og þó maímánuður sé alltaf óvinsæll til fundarhalda komst ég á fund í rekstrarnefnd Laugargerðisskóla og slapp við mjaltirnar. Þar eru ekki alltaf auðveldustu málin til meðferðar en þetta slapp þó allt til og akstursútboðið endaði mun betur en leit út fyrir á tímabili.

Meira um það seinna.

Flettingar í dag: 597
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 431525
Samtals gestir: 39854
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 04:24:41
clockhere