11.05.2009 21:42

Eldur,brennisteinn,rigning og ríkisstjórn.

  Fljótlega eftir að nýja stjórnin var kynnt  í gær fór að rigna. Það rigndi ekki eldi og ekki brennisteini en alveg djöfuldómi af vatni.

Og það rignir enn.

 

  Núpáin sem oftast er á mörkum þess að eiga skilið að heita á, varð alveg gasalega glöð og missti sig alveg af kátínu. Það fór mikið fyrir henni hér, og niður á sléttlendinu hefur hún eflaust breitt rækilega úr sér.



 Og liturinn gaf ekkert eftir fúlustu jökulám en það var þó ekkert að lyktinni af henni  blessaðri.

 Hafi verið blautt um áður, er á tæru að það getur ekki orðið blautara um en núna.

Einhver myndi segja að nú væri botninum náð og héðanaf gæti aðeins orðið þurrara um.
Ég held nú að stytti upp þegar ríkisstjórnin er komin norður yfir heiðar.


Því miður er botninum trúlega ekki náð í kreppunni en það er önnur saga.emoticon
Og þessi ágæta ríkisstjórn er örugglega kominn á toppinn í vinsældunum og nú mun leiðin liggja mishratt niðurávið.emoticon




Flettingar í dag: 2251
Gestir í dag: 175
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433179
Samtals gestir: 39978
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 20:00:17
clockhere