04.05.2009 20:33

Mannskepnan, vorið og vætutíðin.


  Það hefur lengi fylgt mannskepnunni að hún er kannski ekki alltaf ánægð með það sem hún hefur.
  Grasið er alltaf grænna hinumegin ( Ja, nema ekki hjá okkur á vesturbakkanum) og okkur finnst tilveran kannski ekki alveg eins og hún ætti að vera.

  Ef við sauðfjár og kúabændur í Dalsmynni værum spurðir hvernig vorið væri, myndum við bera okkur vel. Tún að verða algræn og kæmu ókalin umdan vetri. Jörðin orðin eða um það að verða klakalaus og  úrkoma flesta daga til að skerpa á sprettunni.

  Ef hinsvegar byggræktendurnir í Dalsmynni væru spurðir sömu spurningar yrðu þeir daufir í dálkinn. Stöðugar and....... rigningar, aldrei þurr dagur og allt í uppnámi með sáninguna. Og komið fram á sumar.




 Það dugar ekki að vera með rétta dótið og græja það almennilega. Það leynast víða hætturnar í henni veröld og eins gott að Söðulsholtsbóndinn er ýmsu vanur á lífins ólgusjó.

  Hérna er sáðvélin ofan á tætaranum og allt gert í sömu ferðinni.  Áburður, fræ og tæting.  Það gengur ekki þegar rakastigið er komið í óefni eins og þetta vorið.



  Allt skraufaþurrt og fínt við plæginguna í haust en nú þarf akurinn nokkra þurra daga fyrir sáninguna.

  Já, lífið er lotterí.

 Svo það verður bara að taka þátt í því, með brosi á vör.emoticon

 

Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424144
Samtals gestir: 38690
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 18:35:03
clockhere