26.04.2009 08:22

Fín kosningarúrslit. Nema hvað.


  Eins og alltaf eftir snarpar kosningar unnu allir sigur með einhverjum hætti.

 Sjálfstæðismennirnir lönduðu einum á síðustu metrunum og eru þakklátir fyrir að ekki fór verr. Það verður síðan fróðlegt að sjá hverju útstrikanirna skila hjá þeim og hinum. Ekki er ólíklegt að þær ýti einhverjum alla leið út aftur.

  Ég hafði á tilfinningunni, að stórstyrkjunum og hruninu slepptu, að  kvótakerfið væri þeim verulega erfitt, allavega á landsbyggðinni.
   Einhverra hluta vegna sluppu frammararnir betur útúr kvótaumræðunni. Nýja lúkkið þeirra bjargaði heilmiklu fyrir þá og meira að segja mér, fannst og finnst lánaleiðin þeirra virkilega skoðunarverð.
  Þó Samfylkingin komi vel út úr þessu má þó segja að aukingin hafi orðið minni en búist var við sem veikir þau aðeins í ESB málunum. Það er þó ljóst að allt bendir til þess að farið verði í aðildarviðræður á árinu sem eru náttúrulega heilmikil tíðindi.

  Og VG unnu stórt en samt sem áður er ég fullviss um að umræðan sem ástkær umhverfisráðherra vor, kom af stað um Helguvík og olíuleitina varð til þess að þau misstu flugið og trúlega nokkuð harkalega.

  Vegna þess hvað þessi umræða hennar var gjörsamlega óþörf á þessu stigi málsins, var þetta dálítið dapurlegt fyrir þau, enda farin að máta forsætisráðherrastólinn í huganum, fyrir Steingrím.

 Þeir sem ekki vildu skila auðu en gátu ekki hugsað sér að kjósa gamla flokkadótið, virðast síðan hafa splæst sínu atkvæði á Borgarahreyfinguna með ágætum árangri. Þetta er þó sundurleitur og hálf stefnulaus hópur en aldrei að vita nema reyni á málefnin hjá þeim .

 Nú á nefnilega eftir að koma saman stjórn, og verður fróðlegt að sjá hvernig Steingrímur og félagar snúa sér í evrópumálunum.

  Það verður þó að ætla það, að samkomulag verði um að þau mál verði skoðuð.

Og síðan  byrja skelfingarnar hjá vesalings stjórnarliðunum fyrir alvöru. Að reka þetta þjóðfélag okkar með stórlöskuðum tekjustofnum og í botnlausu skuldafeni með handónýtan gjaldmiðil og nefndu það bara.

Já, hvað skyldi svo vera langt í næstu kosningar??

Bjartsýnin lengi lifi.emoticon
Flettingar í dag: 2581
Gestir í dag: 184
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433509
Samtals gestir: 39987
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 21:30:08
clockhere